Vefmyndavél

Dagur 7

Þá er þriðji keppnisdagurinn búinn og nóg var að gerast, morguninn byrjaði hér á sveitasetrinu með úrhellisrigningu og útlitið ekki spennandi. Þegar niður í pitt var komið tók við hasar í service á bryggjunni þar sem Kári byrjaði á að skipta um framdekk. Ég (Jonni) og Árni komum svo inn og ég þurfti að slíta afturgjörðina af, skipta um dekk og setja 2 nýja teina í gjörðina. Árni þurfti lítið sem ekkert að gera en Daði þurfti að skipta um olíu. Stebbi þurfti ekkert að græja og þetta gekk allt vel nema ég var 1 mínútu of lengi að græja dekkið og pabbi gleymdi sér í startinu og fékk 1 mínútu haha !

Allt gekk vel í gegnum fyrstu tvær sérleiðirnar en önnur þeirra var ekki á tíma. Við fórum í fyrsta sinn í sérleið sem var í skíðabrekku og þar var svaka stuð, upp og niður, sandbeygjur og drulla. Við komum allir á flottum tíma inn að fyrsta service nema að á leiðinni braut ég gírskiptinn á einhverjum trédrumb, fann aldrei fyrir neinu þar til ég ætlaði að skipta um gír og þá var ekkert…
Lesa meira af Dagur 7

Dagur 6 í Finnlandi – annar keppnisdagur

Flestir voru í góðum gír í morgun er lagt var af stað frá gistingunni en ég tók þá ákvörðun að hoppa út hjá Kymi (erfið sérleið með grjótakafla) og nýta daginn í að taka myndir og video því að næstu dagar verða strembnir útaf fólksleysi. Strákarnir fóru niður á bryggju helæstir í góðum gír og allir störtuðu á réttum tíma í dag. Útlendingarnir eru eins og vélmenni þegar þeir koma í gegn annaðhvort er hjólið úti um allt í brautinni eða skoppandi á milli lappanna á þeim, þvílíkur akstur og mikið hægt að læra. Kári kom fyrstur að Kymi og fyrirfram var hann bæuinn að ákveða að keyra ekki á fullu gasi til að eiga mikla orku fyrir daginn. Þrátt fyrir það keyrði hann vel, Stuttu seinna kom Jonni og hann keyrði flott í gegn. Árni og Haukur komu svo saman og fóru slysalaust í gegn. Loks komu Daði og Stefán seinastir útaf vandræðum gærdagsins en fóru flott í gegn, Stebbi kvartaði ekkert útaf hendinni og Daði var góður. Seinna með deginum var ljóst að mikil þreyta var í flestu liðinu en Kári og Jonni kvörtuðu ekkert.

Lesa meira af Dagur 6 í Finnlandi – annar keppnisdagur

16.sætið eftir fyrsta dag

Keppnisdagur eitt sigraður vinir, í morgun voru allir helæstir búnir að gera sig til og komnir í gírinn. Fyrstur af stað var Jonni og allt leit vel út þar til kom að starti, hjólið druslaðist ekki i gang og Jonni fékk sem betur fer bara mínútu í refsingu. Eftir það virðist sem hann hafi orðið harðákveðinn í að bæta upp fyrir það. Restin af liðinu sópaðist af stað á eftir honum saman eða ekki og hálf 9 voru allir komnir af stað Kári og Stebbi seinastir út. Fyrsta test dagsins var hriklegt að sögn keppenda því það er geðveikur grjótkafli í testinu, Stebbi lenti í því að tré stökk fyrir hann og úlnliðurinn í fokk. Hinir keyrðu stíft þar en allir duttu nema Jonni. Í pittunum var service liði alltaf viðbúið og gerði vel í að sinna þörfum strákanna t.d beyglaðist standpedalinn hans Daða svo því var reddað með strigateipi og 9mm topp, tré stal frambrettinu hans Stebba, blöndungurinn var vanstilltur hjá Kára, Árni týndi hliðarhlíf og Haukur datt og marði sköflung. Öllu var reddað og er allt klárt fyrir morgundaginn. Þegar strákarnir komu inn eftir daginn voru hjólin tekin í gegn og Kári skipti um Dekk og olíu, hinir fixuðu bara. Erfitt var að taka myndir því testin eru öll á sitthvorum stað og allir notaðir í hjálp en eitthverjar koma inn seinna í kvöld eða á morgun.

 

Frásögn Keppenda
Lesa meira af 16.sætið eftir fyrsta dag

Dagur 4 á ISDE

Brautarskoðun

Jæja dagur 4 að klárast og við búin að skoða restina af special test-unum og pittum. Morgunmaturinn klikkar aldrei en eftir hann lögðum við strax af stað í áttina að næstu test-um sem við áttum eftir sem eru flest öll staðsett á gömlum vígvöllum úr seinni heimsstyrjöld flest test-in litu helvíti vel út og ljóst að það besta var sparað fyrir seinustu dagana, mikið race í skógi, sandgryfjum og túnum með gott grip sem verður gaman fyrir strákana að keyra í. Eftir það fórum við að verða svangir og skiptist hópurinn í tvennt þá Jonni, Haukur og Daði fóru og fengu sér pítsu en við villtumst inn á lítinn stað í sveitinni þar sem gamlir mafíósar tóku á móti okkur, allt þagnaði inni og öll augu beindu á okkur. Við vissum ekkert hvað var í boði og fólkið talaði litla sem enga ensku. Við spurðum um hamborgara og fengum ekkert svar en spurðum svo um eitthvern mat og þá fengum við meat soup sem stóð fyrir sýnu. Afgreiðslumafíósinn tók allar plastflöskurnar okkur opnaði og henti tappanum okkur til mikillar ánægju haha. Loks var haldið heim á leið eftir pittskoðun og farið beint í að gera ready, saunan klikkar aldrei og áin tekur alltaf vel á móti okkur.

Lesa meira af Dagur 4 á ISDE

Dagur tvö í Finnlandi

Ný Metzeler sending að detta í hús hjá JHM

Þá er öðrum sólríkum og frábærum degi í Finnlandi lokið og var í nógu að snúast í dag. Við vöknuðum eldsnemma og skelltum okkur í morgunmat á sveitasetrinu sem við gistum á. Hlaðborðið kom öllum á óvart og héldu allir af stað saddir og sáttir.

Þegar við komum á pittsvæðið var byrjað á að henda upp tjöldunum og græja íslenska svæðið, og aftur var glampandi sól og rúmlega 20 gráður úti. Við keppendurnir þurftum svo að fara á „race office“ og skrá okkur inn. Allt gekk smurt og þá var farið í að fá dekk og mýs frá Metzeler trukknum sem Jón JHM var búinn að plögga fyrir liðið. Gæjinn mætti svo á vespu með fulla kerru aftaní af músum og svo næst dekkjum.

Lesa meira af Dagur tvö í Finnlandi

ISDE landsliðið komið út

Kári, Árni og Jón Magg í fluginu út

Sælir heima á fróni,

Íslenski landsliðshópurinn er kominn út og fyrsti dagurinn ferðarinnar liðinn. Byrjuðum á að hittast í Keflavík eldsnemma og auðvitað var það enginn annar en Gulli Sonax #757 sem flaug okkur út. Við skiptumst á að heimsækja kallinn í „cockpittinn“ á leiðinni yfir. Þegar við lentum í Helsinki var alveg bongó blíða, 20 stiga hiti og sól.

Við fengum bílaleigubílaflotann afhentann og brunuðum svo af stað, við strákarnir fórum beint í vöruhúsið að sækja hjólin en Tedda og Erna brunuðu á keppnisstaðinn til að skrá liðið inn og fá alla pappíra afhenta.

Lesa meira af ISDE landsliðið komið út

Síða 3 af 612345...Síðasta »