Vefmyndavél

Dakar 2013 – Dagur 4

Casteu(Yamaha) en hann var þriðji í mark í dag.

Fjórði dagur Dakarrallsins var ansi langur, 718km og þar af 289km á sérleið. Fyrstu menn voru að fara af stað um 05:30 og voru að skila sér á enda um 16:30. Sérleiðin sem var að mestu leyti sandur en um miðbik var leiðin ansi gróf, 55 km í sandi og stórgrýti og fóru ansi margir á hausinn þar, bæði mótorhjól og fjórhjól.

Spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) var öflugur í dag og ætlaði sér að vinna upp vandræði gærdagsins en þá lenti hann í að slíta nokkra teina sem töfðu hann og kom hann 44 í mark í gær sem setti hann í 18 sæti í heildina,hann var 24 af stað í dag en með fantagóðum akstri og þá sérstaklega á fyrsta hluta dagsins sem var svolítið snúin kom hann fyrstur í mark rúmum 8 mín á undan næsta manni og vann sinn annan sérleiða sigur þetta árið en það var Frakkinn Olivier Pain(Yamaha) sem kom svo annar í mark en þessi knái frakki þráir sinn fyrsta sérleiðarsigur, flottur akstur hjá honum í dag skilaði honum forustu yfir heildina og er hann nú tæplega tvær og hálfa mín á undan landa sínum David Casteu(Yamaha) en hann var þriðji í mark í dag.

Lesa meira af Dakar 2013 – Dagur 4

Dakar – Dagur 3, KTM í forystu

Þriðji dagur Dakar rallsins er nú búin og landslagið kannski farið að verða eins og flestir þekkja, stóru karlarnir farnir að ná áttum og raða sér í fremtu sætin en við skulum samt ekki gleyma að það er langt eftir, Cyril Despres(KTM) orðar þetta vel „Dakar is not a race where the fastest guy wins“ eða eins og við myndum segja á ylhýra tungumálinu „Dakar er ekki keppni þar sem hraðasti gaurinn vinnur“, hverju orði sannara.

Dagleiðin í dag var 343km og af því 243km á sérleiðum sem byrjaði næstum strax, einungis 4 km ferjuleið áður en stuðið byrjaði. Keppendur höfðu um tvennt að velja í dag, það væri að fylgja leiðarbókinni en þá er minni líkur á að villast en það heftir hraðann með því að vera alltaf að rýna í leiðarbókin eða þá að taka sénsinn, velja aðrar leiðir að leiðarpunktunum og eiga séns á meiri hraða og það er það sem reyndari keppendur gerðu. Leiðin var að miklu leyti í sandi. Fyrstu 74km voru klassískar sandöldur en svo tók við grófari jarðvegur svo var rosaleg brekka sem beið keppenda ca.115km inná leiðinni og gekk ekki öllum vel að hjóla í lausum sandinum næstum lóðrétt niður og rúlluðu nokkrir þar niður en engin slys. Það er nú samt farið að ganga á keppendur, 163 eru eftir í hjólaflokki eftir dag 3.

Lesa meira af Dakar – Dagur 3, KTM í forystu

Dakar – Dagur 2

Barreda

Þá er 2 dögum lokið í Dakar rallinu, fyrsti dagurinn var nú hálfgerð kynning, þ.e.a.s sérleiðin á 1 degi var ekki nema 13 km þó heildar km fjöldi dagsins væri 263 km.

Það var Chile maðurinn Chaleco Lopes(KTM) sem kláraði fyrstur, svo var það fjölbreytt flóra á eftir, Yamaha í 2 sæti, Honda í 3 sæti, Kawasaki í 4 sæti og svo Cyril Despres(KTM) í 5 sæti, Íslandsvinurinn Simon Pavey(Husqvarna) kláraði fyrsta dag í 69 sæti en þessi fyrsti dagur er nú ekki að gefa tóninn fyrir næstu daga.

En aftur að degi tvö. Dagleiðin var 327 km og af því heilir 242 km á sérleiðum. Það var spánverjinn Joan Barreda Bort(Husqvarna) sem kláraði í 1 sæti í dag, var hann 5:36mín á undan næsta manni sem var Portugalinn Ruben Faria(KTM) og í 3 sæti dagsins í hjólaflokki var Spánverjinn Juan Pedrero(KTM).

Joan Barreda Bort(Husqvarna) hafði þetta að segja eftir daginn „ég villtist aðeins í byrjun leiðarinnar en ég var alls ekki sá eini sem lenti í því en ég var fljótur að átta mig á þessu og leiðrétti mig og eftir það gekk allt eins og í sögu. Þetta var frábær dagur á „skrifstofunni“. Lesa meira af Dakar – Dagur 2

Dakar- Mark Coma dottinn út

Mark Coma

Það er strax orðið ljóst að Dakar rallið verður öðruvísi en reiknað var með í hjólaflokki þar sem það er komið á hreint að Marc Coma(KTM) mun ekki taka þátt að þessu sinni en hann hefur ekki náð sér að fullu eftir að hafa farið úr vinstri axlalið í Maraco rallinu fyrir nokkrum vikum, framan af þá var hann viss um að ná sér og koma að fullum krafti í Dakar en svo verður ekki.

Þetta breytir heilmikið stöðunni þar sem reiknað var með að samkvæmt venju síðustu ára yrðu það Marc Coma(KTM) og Cyril Despres(KTM) myndu berjast um fyrsta sæti, þetta þýðir samt ekki að Cyril Despres(KTM)verði í rólegheita hjólatúr því það eru margir frábærir hjólarar að keppa og sumir telja jafnvel að fráfall Marc Coma(KTM)komi til með að hleypa auknum krafti í þá til að berjast um fyrsta sætið.

Eitt er víst að þegar fyrstu keppendur fara af stað 5 janúar(ekki 1 jan eins og ég nefndi áður) þá fara flestir líklega frekar rólega af stað því það vinnur engin Dakar á fyrsta degi, þetta er eins og maraþon, keppt í 7 daga, 1 hvíldardagur og svo aftur í 7 daga.

Heildarvegarlengd hjólaflokksins er 8423km en hjólin fara ekki alltaf sömu leið og aðrir keppendur, lengsti dagurinn er 852km og þar er sérleið dagsins 593km og sem betur fer þá er þetta 1 dagur eftir hvíldardag.

Hér er svo kynningatrailer fyrir Dakar 2013, sjá hér og svo er smá samantekt úr hjólflokki frá því 2012 hér.

Dakarkveðja Dóri Sveins

Dakar 2012 – lokadagur – Cyril Despres sigurvegari

Cyril Despres fagnar sigri

Dakar rallinu 2012 er nú lokið og stendur Cyril Despres(KTM) uppi sem sigurvegari, er þetta 4 Dakar sigur hans og líklega sá sem hann hefur þurft að hafa mest fyrir.

Til marks um það er hann ekki með nema 3 sérleiðasigra í ár en það sem telur er að halda sér alltaf sem næst toppnum og með jöfnum akstri hefst þetta.

En það var nú samt 43 ára norski frændi okkar hann Pal Anders Ullevalseter(KTM) sem sigrað síðustu sérleiðina í ár, kom hann rúmri mínutu á undan næsta manni sem var Marc Coma(KTM) en sigurvegari rallsins kom ekki fyrr en í 10 sæti, 3min51sek á eftir fyrsta manni.

Þessarar keppni verður líklega minnst lengi þar sem þeir félagar Despres og Coma börðust ansi hart alla leið og skiptust á að hafa forustu en Coma sigraði 5 sérleiðir í ár.

Eftir um 8300km keppni um vegi, slóða, eyðimerkursandöldur og ár munaði 53min og 20 sek á milli þeirra félaga. Þá munar einum titli milli þeirra en þeir höfðu báðir unnið Dakar 3svar fyrir þessa keppni.

Lesa meira af Dakar 2012 – lokadagur – Cyril Despres sigurvegari

Dakar 2012 dagur 13 – Cyril á fljúgandi ferð

Cyril á flugi

Það var ljóst strax í morgun að Cyril Despres(KTM) ætlaði sér stóra hluti í dag og það gekk eftir því þrátt fyrir að Helder Rodrigues((Yamaha) hafi náð sigri dagsins en hann kom í mark 47sek á undan Despres.

Það var heilmikið drama í gangi í dag því Marc Coma(KTM) þurfti að hægja ferðina fyrripart vegna einhvera vélartruflana og svo gerði hann einnig afdrifarík mistök er hann fór útaf leiðinni í sandöldunum og uppgötvaði það ekki fyrr en eftir 2 km og þegar hann fann aftur réttu leiðina þá hafði hann þegar tapað um 13mín á Despres.

Þessir tveir keppendur eru með svo yfirgnæfandi forustu að það bendir allt til þess að Despres verði næsti sigurvegari Dakar rallsins og það þá í 4 skipti. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið, hann þarf að klára síðustu leið en hún er stutt, ekki nema 29km

Lesa meira af Dakar 2012 dagur 13 – Cyril á fljúgandi ferð

Síða 5 af 15« Fyrsta...34567...Síðasta »