Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Bolaöldubraut í frábæru standi, það er búið að rigna í dag.

Samkvæmt Aroni Berg, yfirmanni steinatýnslu og hreinsunarmála,  hefur ringt í brautina í dag. Einnig er hinn síglaði Robert Knasiak og fleyri góðir búnir að vera sveittir við að gera og græja slóðana með öflugum vinnuvélum. Það er búið að hreinsa brekkurnar úr og í Bruggaradalinn, mun hún vera fær öllum núna.  Einnig er búið að laga verstu vúbbsakalfana á neðra slóðasvæðinu. Nú er það bara fullt rör og lítið af bremsum.

Muna eftir miðunum þar sem nauðsynlegt er að fá peninga inn fyrir svona framkvæmdum.

Brauta og slóðanefndin.

Slóða-VINNUkvöld á morgun, miðvikudag!

Á morgun ætla þeir Róbert, Haukur og fleiri að taka til hendinni í slóðakerfinu og ma. að laga brekkurnar yfir í og upp úr Bruggaradalnum. Brekkurnar eru orðnar mjög grýttar og erfiðar og sérstaklega núna þegar allt er svona þurrt. Við ætlum því að leigja litla gröfu til að hreinsa grjótið úr slóðinni. Samhliða því væri virkilega vel þegið að fá hjálp við að raka og týna laust grjót úr brekkunum. Vinna hefst strax í fyrramálið en vinnukvöldið verður ca á milli 18 og 21 og öll aðstoð er vel þegin. Svæðið í Bruggaradalnum er virkilega skemmtilegt og frábært svæði fyrir byrjendur en brekkurnar eru ekki fyrir hvern sem er.

Lesa áfram Slóða-VINNUkvöld á morgun, miðvikudag!

Útsýni yfir Bolaöldur

Einn félagsmaður í VÍK, Robert Knasiak, fékk vinkonu sína til að búa til svona stórglæsilega 3D mynd af motocrossbrautinni í Bolaöldu. Glæsilegt framtak.

Smellið á myndina til að sjá brautina í 3D

Selfoss opin fram á þriðjudag

í toppstandi

Selfoss opnar klukkan 16

Motocrossbrautin okkar hér á Selfossi mun opna á morgun (föstudag) klukkan 16:00 eftir miklar breytingar og mun nýji kaflinn vera með í opnuninni. Miðar seldir í pylsuvagninum, 1000kr fyrir félagsmenn og 1500 fyrir utanfélagsmenn. Það er á ábyrgð hvers og eins hvernig miða hann/hún kaupir sér… ekki svindla því það er brottrekstrarsök.