Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

Opnunartímar í Sólbrekkubraut

Opið verður í september sem hér segir:
Miðvikudaga kl.18-21
Laugardaga kl.13-17
Sunnudaga kl. 13-17
Athugið að lokað verður laugardaginn 4.sept.v/Ljósanætur
Ef menn vilja koma aðra daga t.d. hópar er hægt að hafa samband við:
Guðna s:8204903, Ásgrímur s:8499002, Gylfi s:8658288

Álfsnesið of blautt

Vefstjóri fór í gær upp á Álfsnes og eftir hitatíðina undanfarið hafði maður mestar áhyggjur af ryki, en eftir að hafa þrætt í kring um endalausa polla og drullu var þetta hálf vonlaust á að líta, öll woops full af vatni og pollar fyrir aftan flesta palla. Þar sem klukkan var orðin margt og búið að borga í brautina ákváðu viðstaddir ( ca. 10 hjól ) að gera gott úr hlutunum og úr varð einhver enduroakstur, þar sem sumstaðar var ekki hjá því komist að fara rétt út fyrir braut. Það sem átti sumsé að koma fram var að Álfsnesið er of blautt til að hjóla á því þessa daganna.

Lokun á Álfsnesi

Brautin lokar eftir kl 16.00 í dag föstudag á Álfsnesi vegna framkvæmda. Brautin opnar ný og endurbætt á mánudaginn. Um helgina munu stórvirkar vélar vinna að endurbótum í brautinni. Á sunnudaginn kl 14.00 auglýsum við eftir mönnum á stórum jeppum á breiðum dekkjum til að þjappa brautina, fyrir þá sem þjappa frá kl. 14-16 fá 5 dagsmiða í brautina fyrir unna klukkustund. Einnig óskum við eftir duglegum mönnum vopnuðum hrífum og skóflum þeir eiga að mæta stundvíslega kl. 12 og unnið er til 14. Þeir sömu fá 2 miða fyrir unna klukkustund (munið að koma með verkfæri með ykkur). Ath. að á meðan á vinnu stendur á sunnudeginum er krakkabrautin opin.
Mbkv. Reynir Jónsson

Álfsnes opnar

Nú rétt í þessu er jarðýtan að klára í Álfsnesi. Brautin opnar 12.30. Viljum við minna alla á að passarnir fyrir Álfsnes eru seldir í Esso Mosfellsbæ. Meiri hluti ökumanna virðir reglur varðandi passana og viljum við þakka fyrir það. Flestir betri félagar líma miðana á hjólin eins og beðið er um. Nokkuð hefur þó borið á því að menn kaupi passa en lími þá ekki á hjólin heldur geymi þá inní bíl. Þetta gerir allt eftirlit sem við eigu allir að stunda erfitt. Við sem erum að eyða fleirri fleirri klst. í að halda þessum brautum gangandi svo þið og aðrir getið skemmt ykkur við akstur í brautinni eigu ekki að þurfa að standa í því þá daga sem við förum í brautina til að hjóla að þurfa að jagast í mönnum um að líma miðana á hjólin. Við erum oft búnir skrifa á netið og biðja menn um að líma miðana á án árangurs. Það eru þrjár úrlausnir til ef menn fást ekki til að fara eftir reglum.

  • 1. Ef menn eru ekki með miðana á hægri frammdempara eða hafa ekki keypt miða þá fara þeir í mánaða bann í Álfsnesi og Sólbrekku.
  • 2. Hækka gjaldið í 1000 kr. á dag. Þannig að þeir heiðarlegu borgi fyrir trassana.
  • 3. Hætta að halda brautunum við og hverfa til fortíðar þar sem brautirnar eru bara lagaðar daginn fyrir keppni.

Þetta eru allt leiðinda lausnir. Við verðum allir að sýna þroska og samheldni. Láta alla í brautinn finna að við lýðum ekki að menn keyri miðalausir. Við sem stöndum í allri vinnunni gerum það af því að við höfum gaman af þessu, en gamanið kárnar ef við þurfum að standa eins og löggur í hvert sinn sem við förum að hjóla, þannig endumst við ekki í þessu. Tökum okkur nú allir saman í andlitinu og vinnum að þessu saman.

„Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum við“

Álfsnesbrautin klár!!!

Stór og breiður hópur vaskra drengja mætti á vinnukvöldið í Álfsnesi, lagði hönd á plóg og sannaði að margar hendur vinna létt verk. Motocross nefndin sá um skipulag framkvæmda. Kvöldið endaði síðan með myndarlegu kvöldkaffi í boði VÍK og sérútbúinn hjómflutningstækjabíll sá um að slá rétta bítið – langt fram á nótt.

Beygjur hafa verið stílfærðar, battar myndaðir, stökkpöllum fjölgað, uppstökk steypt og hert og dekk mokuð niður meðfram allri brautinni. Í kvöld stendur síðan til að mála dekkin, ef veður leyfir.

Brautin verður lokuð í dag. „GENERAL PRUFA“ brautarinnar fer fram á morgun, föstudag – en þá er brautin EINGÖNGU opin þeim sem unnu í henni í vikunni. Motocross nefndin hefur séð um að skrá niður nöfn allra sem tóku þátt í vinnunni og þeim einum verður leyft að keyra á morgun, öðrum verður vísað frá og eru menn vinsamlegast beðnir um að virða í hástert umbun þeirra sem lögðu hönd á plóg.

HELGARGLEÐI verður í Álfsnesi um næstkomandi helgi því yfir helgina, laugardag og sunnudag, verður brautin opin öllum landsmönnum, þar sem allir geta hjólað, kynnt sér aðstöðuna og brautina.

MÁNAÐARPASSI: Á mánudaginn hefst sala á mánaðarpassa sem gilda mun í brautina. Passinn kostar kr. 2.500 og gildir það sem af er Ágúst og út September. Sölustaðir passans verða væntanlega hjólabúðir og umboð. Tekjum af sölu passans verður varið í viðhald brautarinnar en verið er að gera þjónustusamning við jarðýtu-verktaka sem mun væntanlega mæta í brautina 1 sinni í viku, slétta, laga og bæta eftir þörfum. PrentLausnir hafa boðist til að hanna passann og prenta án kostnaðar fyrir VíK (takk kærlega fyrir það Mr. Thor) en þetta verður límmiði sem límdur verður efst á framdemparann, þannig að miðinn snúi að ökumanni. Frekari upplýsingar um passann og sölustaði verða settar á netið um helgina.

Í lokin þakkar VÍK öllum sem unnið hafa að brautinni kærlega fyrir hjálpina en margir hafa gefið af sér mikinn tíma og aðrir lagt til vélar, efni og verkfæri í mjög gott málefni.  F.h. stjórnar VÍK, Bjarni Bærings

Þorlákshöfn

Allur akstur í nágrenni Þorlákshafnar er stranglega bannaður nema með leyfi landeiganda. Borið hefur á því undanfarið að menn hafi hópast þangað í leyfisleysi og jafnvel án þess að bera neina virðingu fyrir landinu. Örfáir hafa hjólað þarna og þá með leyfi landeiganda. Hafa þeir borið sig þannig að hlutunum að eigendur landsins og aðrir náttúru unnendur hafa skilið sáttir við. Landeigendur eru hinsvegar komnir á það stig að hætta algjörlega að leyfa akstur, jafnvel þó svo óskað sé eftir leyfi með fyrirvara og akstrinum skynsamlega hagað. Vefurinn hefur því verið beðinn um að koma því áleiðis að allur akstur er stranglega bannaður.