Greinasafn fyrir flokkinn: Ástand brauta

Hér geturðu lesið nýjasta nýtt um ástand brauta

MX Bolaöldubrautir eru LOKAÐAR Í DAG.

ALLAR MX BRAUTIR Í BOLAÖLDU ERU LOKAÐAR Í DAG.

Stóra MX brautin er ekki tilbúin eftir mikla vinnu með jarðýtu í henni sl daga. 85 og barnabrautin verða teknar í hressilega hreinsun núna seinnipartinn. Pétur Smára mun verða herforinginn á svæðinu og ætlar að gera rosa skemmtilegar breytingar í 85CC brautinni.

BOLAÖLDUBRAUT 13 8 14

BOLAÖLDUBRAUT er lokuð.

Bolaöldubraut er LOKUÐ vegna framkvæmda í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

LOKSINS ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. OPNUN BOLAÖLDUSVÆÐISINS

Bolaöldusvæðið OPNAR á morgun, Laugardag, kl 13:00 

Það er búið að vinna töluvert í brautunum og eru þær allar nokkuð góðar. EN!!!!!!!!! Fyrir þá duglegu er mæting kl 11, reyndar þurfa þeir aðeins að hjálpa okkur fyrst við að hreinsa nokkra steina úr brautinni. Í staðinn fá þeir líka að keyra í brautinni frá 12:00-13-00.

Almenn opnun er kl 13:00

Slóðakerfið er því miður ekki ALLT tilbúið í opnun. En við ætlum að opna neðra svæðið fyrir umferð.

Ekkert gjald er í barnabrautirnar en 1000 kr dagpassi fyrir motocross og slóðakerfið. ATH ENGINN MIÐI Á HJÓlI þýðir brottvísun af svæðinu. Miðar fást í Olís Norðlingaholti sem og í Litlu Kaffistofuni.

Árskortin eru að komast í sölu og er sama lága gjaldið enn í boði kr 12.000 fyrir brautar og félagsgjald. Nánar um það bráðlega.

Breytingar.

Bolaöldusvæðið er LOKAÐ þangað til annað verður auglýst.

Því miður verðum við enn og aftur að ÍTREKA það að Bolaöldusvæðið er LOKAÐ. Það virðist ekki duga til að LOKA stóru brautinni með bandi. Samt er hjólað í henni.

VINSAMLEGAST virðið lokunina.

Það styttist í að hægt verði að gera eitthvað í brautinni. En því miður ekki STRAX.
Það styttist í að hægt verði að gera eitthvað í brautinni. En því miður ekki STRAX.

photo 2 29.4

Stórn VÍK

Bolaöldusvæðið er LOKAÐ

Því miður er enn eitthvað í að svæðið verði nothæft. Við viljum biðja hólara um að virða það að svæðið er LOKAÐ þangað til annað verður tilkynnt.

Því miður er ekki hægt að fara með tæki inn á svæðið ennþá þar sem mikil bleyta er í brautinni.

Stór skafl hjá pallinum við húsið.
Stór skafl hjá pallinum við húsið.
Skaflar hér og þar.
Skaflar hér og þar.

 

UNDUR OG STÓRMERKI!!!!

Það spáir líka þessu fína veðri um helgina. Brautarnefndin er alveg gáttuð á þessu.

Í tilefni þess er Garðar búinn að vera í því að fínpússa brautina í allan dag. Öll uppstökk, lendingar já og bara öll brautin er í super standi. Um að gera að nýta sér veðrið.

Sjáumst í brautinni um helgina. Munið miðana og góða skapið.

Brautarnefndin.