Vefmyndavél

Límmiða kit

Fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast límmiðakit fyrir sumarið, að þá er ég að fara að panta kit sem kemur til landsins vikuna eftir Klausturs keppnina. Hægt er að smella hér , velja þína hjólategund og skoða úrvalið á því sem er í boði. Full kit (á allt hjólið) með ykkar nafni, ykkar keppnisnúmeri og ykkar sponsorum kostar 30.000. Þetta er alvöru, þykkt límmiðakitt sem eyðileggst ekki við háþrýstiþvott. Þeir sem vilja panta sér sett verða að senda mér email á aron@aron66.is með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn á límmiðakiti
Hjólategund og árgerð
Keppnisnúmer
Litur á bakgrunni númeraspjalda (Hvítur bakgrunnur fyrir Mx1 sem dæmi)
Litur á keppnisnúmeri (hvítir stafir fyrir Mx2 sem dæmi)
Sponsors (senda mér öll logo ykkar sponsora)
Sponsors (senda mér hvar logo eiga að vera á kittinu)
Fjöldi (hversu mörg sett þið viljið)
Email
Símanúmer
Fullt nafn.

Síðasti séns á að panta kit er núna á föstudaginn 14.maí

 

 

1.umferð Enduro

Ákvað að skella mér í fyrstu umferðina í enduroinu sem fór fram á laugardaginn. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að vera með að gamni, og til að sækja mér smá úthald þar sem formið er ennþá hálf slappt eftir viðbeinsbrotið. Ég skellti gömlum dekkjum og mús á felgurnar og mætti á línu. Ég náði ágætist starti og kom þriðji útúr fyrstu beygju og fljótlega var ég orðin annar á eftir  Kára og hóf að elta hann inneftir í Jósepsdalinn.

Ég náði að elta hann nokkra metra, en þegar við komum að fyrstu grjótbrekkunni sem lá yfir hálsinn og inní jósepsdal, stallaði ég hjólinu sá Kára hverfa yfir hæðina. Hjólið fór reyndar í gang eftir eitt kick en þegar ég var að klöngrast af stað aftur hringsnéri ég hjólinu og varð að fara niður aftur og byrja uppá nýtt. Þá sá ég að Valdi var að nálgast, en ég náði þó að halda öðru sætinu. Ég komst loks yfir hæðina og sá Kára vera að dunda sér við að stinga okkur hina af. Ég stallaði svo hjólinu tvisvar eftir það á meðan ég var að átta mig á gíringunni í bröltinu, komst svo að því á hring tvö að ég varð bara að vera í fyrsta gír í þrengstu köflunum.

Ég var búin að reikna það út að ég þyrfti að koma inní bensín þegar keppnin væri hálfnuð, eða í kringum 1 klukkutíma og kortér. Þegar ég kom inn á þriðja hring var ég búin að keyra í klukkutíma og 3 mínútur og þar sem hringurinn var um 20 mínútur hélt ég að ég myndi sleppa einn hring enn. Það var hinsvegar ekki og ég varð bensínlaus lengst inní Jósepsdal. Þar sem það má ekki fylla bensín á hjólið nema á pittsvæði, fékk ég bara lánað bensín hjá áhorfanda og druslaðist svo inní pitt og horfði á restina af keppninni.

Ég var þokkalega sáttur með árángurinn þó þetta hafi verið mjög svekkjandi. Ég held ég skelli mér bara í næstu umferð og setji jafnvel almennilegt dekk undir hjólið, þar sem ég var oftar nær dauða en lífi á flest öllum köflum brautarinnar nema í sandinum.

Fínt afturdekk

Fleiri myndir inná www.mxs.is

Motocross Skólinn

Þeir sem eiga eftir að greiða fyrir sumarnámskeið Motocross Skólans, þá vil ég bara minna ykkur á að á morgun er síðasti séns á að ganga frá greiðslunni ef þið viljið tryggja ykkur þáttöku. Nánari upplýsingar er að finna á www.mxs.is

 

Límmiðakitt

Ég er að fara að setja af stað pöntun á límmiðakittum fljótlega, sem eiga að vera kominn til landsins fyrir klaustur. Endanleg verð á límmiðakittin eru ekki staðfest ennþá, en ég fæ að vita verðin eftir helgi. Þeir sem hafa áhuga á að ná sér í límmiðakitt fyrir sumarið með keppnisnúmerinu sínu, nafni og sponserum geta farið að skoða sig um á www.mgxunlimited.com Farið í dálk sem heitir „semi-custom“ og þar eru nokkur sýnishorn. Ef mönnum lýst á einhver kit þarna, en myndu vilja breyta litasamsetningunni að þá er það minnsta mál. Einnig er hægt að láta þá hanna kit frá grunni ef þið eruð með ykkar eigin hugmyndir.

Hitt og Þetta

Það eru hrikalega spennandi tímar framundan í keppnishaldu um allan heim. Heimsmeistarakeppnin að fara til Ameríku í fyrsta skiptið í 11 ár, AMA Outdoors að fara að byrja, fyrsta enduro keppnin á Íslandi, svo ekki sé nú minnst á klaustur!

Byrjum á heimsmeistarakeppninni. Þriðja umferðin verður í Valkenswaard, sem er umþb. klukkutíma frá þar sem ég bý, auðvitað skellir maður sér þangað að heimsækja vini sína. Það er búið að vera þvílíkt mikið hype yfir Herlings hérna frá því í Ítalíu, enda „heima Gp-ið“ hans í Hollandi. Það eru all nokkur ár síðan hollendingar hafa átt pening, nei meina góðan ökumann. Marc DeReuver virtist ætla að verða þeirra „next big thing“ en það varð aldrei. Herlings er heldur betur að stimpla sig inn og sama við hvern maður talar í hollandi, þá sjá þeir ekki ljósið fyrir honum. Það var haldin sér blaðamannafundur eingöngu fyrir hann í vikunni á Valkenswaard brautinn þar sem hann tók svo hring í brautinni eftir fundinn. Brautin lítur vææængefið vel út á videoinu !

 

Know the Dycker einsog það þýðist yfir á ensku, eða Ken De Dycker hefur ákveðið að taka þátt í fyrstu umferð AMA mótaraðarinnar sem fram fer á Hangtown brautinni í byrjun júní. Hann sagðist ætla að taka einhverjar keppnir í ameríku þetta árið, hann byrjar á Hangtown og sér svo til með framhaldið. Ætli hann sé að reyna að plögga sér inní Ameríku fyrir næsta ár?

 

Ef við skellum okkur yfir til Ameríku, þá er semy silly season þar fyrir komandi Outdoor tímabil. Nú þegar 3 keppnir eru eftir af supercrossinu, eru menn þegar farnir að testa fyrir utanhús tímabilið. Nick Wey mun fara aftur yfir í Monster Energy Kawasaki liðið það sem eftir er að supercross tímabilinu, fyrst fyllti hann inní fyrir Chad Reed sem var meiddur, en nú mun hann fylla inní fyrir Villopoto sem braut á sér löppina síðustu helgi.

 

Ricky Dietrich sem margir kannast við úr endurocrossinu og enduroinu, hann ætlar sér að taka þátt í Glen Helen heimsmeistarakeppninni, og mun keppa fyrir Enduro liðið sem hann er á samning hjá bara uppá fun-ið. Hann leysti einmitt af í fyrrasumar Villopto þegar hann fór í aðgerðina á hnénu, og endaði 5. overall í sinni fyrsu Outdoors keppni. Hann baðst meira að segja afsökunar fyrir að hafa keyrt svona hægt því hann hefði ekki verið að fýla sig í brautinni. Dietrich segist vera spenntur fyrir að keppa í Outdoors motocrossinu í sumar, þó það sé ekkert ákveðið, en segist vera pínu að vonast eftir að fá símtal frá Mike Fisher liðsstjóra Monster Energy Kawasaki um að fá að fylla aftur inní fyrir Villopto þar sem hann mun missa af fyrstu 2-3 umferðunum.

 

Brett Metcalfe hefur ákveðið að færa sig yfir í 450cc flokkin í sumar, en mun þó áfram keyra fyrir GEICO Powersports Honda, þó þeir séu basicly Lites team, en hafa stutt við bakið á Windham í supercrossinu. Fékk senda mynd af Metcalfe á nýja 450 hjólinu sínu þar sem hann var að æfa í vikunni.

 

Chad Reed, og konan hans Ellie eiga von á sínu fyrsta barni hvað og hverju. Ellie er kominn fram yfir tilsettan tíma og lýsti Chad Reed því yfir að hann yrði ekki með í Seattle supercrossinu um helgina. Það er víst breytt, og Reedarinn verður með. Þó maður nennir nú varla að fylgjast með þessu lengur þá vona ég svo innilega að Reed og Windham grilli Dungey það sem eftir er.

 

Svo var hérna skemmtileg frétt um rally driverinn Ken Block og þjálfarann hans Ryan Hughes, en þeir urðu fyrir barðinu á Eyjafjalla jökli einsog svo margir aðrir:

„Ken Block and his trainer Ryan Hughes found themselves stuck on the other side of the planet in Turkey after the volcano in Iceland basically locked down air travel in Europe for most of the last week. Ryno finally made it home on Tuesday night after a 42-hour trip that included four flight delays! As for Block, he did have time to work on his new Gymkhana 3 video, which follows the two previous ones—the first of which has been seen by more than 30 million people on YouTube alone! The new video comes out this summer, and the details of what he does in his new Ford Fiesta Gymkhana car and where it all took place is still a closely guarded secret.“

 

icemoto.is

Aron hjá Icemoto.is hefur opnað síðuna að nýju, með nýju útliti og fídusum. Öflug fréttasíða sem vert er að kíkja á. Rakst einmitt á gamla mynd af mér þar inná síða 2008 úr MotoMos. Þarna er ég að hjóla í fyrsta skipti efti ökklabrot. Þeir voru búnir að setja nýjan rythma kafla í brautina sem menn áttu í erfiðleikum með, og á meðfylgjandi með er ég að reyna að „tripla“ síðasta kaflan í wúpsunum. Ef þið horfið vel á lapirnar á mér, að þá er ég í nýjum Tech8 á hægri löppinni, en þurfti að vera í gömlum slitnum Gaerne hinum megin, og hafa smellurnar lausar því ég gat ekki lokað skónnum vegna þess að ökklin var svo bólgin. Þarna var maður ungur og vitlaus. Ekki taka þetta til fyrirmyndar 🙂

 

Síða 3 af 612345...Síðasta »