Greinasafn fyrir flokkinn: Aron #66

Dempara tjún !

Einsog einhverjir vita sem hafa verið að fylgjast með mér hérna úti, að þá er ég að vinna í Hollandi í fyrirtæki sem heitir Ultimate Suspension Þetta er fyrirtæki sem sérhæfir sig eingöngu í fjöðrunar stillingum fyrir motocross og enduro ökumenn. Ultimate Suspension sér um demparana hjá gífurlega mikið af ökumönnum í evrópu, mörgum stórum keppnisliðum og ökumönnum á borð við Antti Pyrhonen, Herjan Brakke, Robert Justs, einnig hefur hann verið að servica á keppnum fyrir mörg stór lið á borð við Ricci Yamaha og fleiri. Ég hef verið að heyra sögur að heiman að menn séu að borga einhvern 90.þúsund kall bara fyrir aðra gorma, og þá er eftir vinnan og ekki einu sinni aðrar ventlastillingar. Han hjá Ultimate hefur unnið við dempara allt sitt líf, alveg frá því að hann hætti í skóla 16 ára og veit alveg uppá hár hvað hann er að gera þegar kemur að dempurum. Ég fékk hann til að gera smá pakka díl fyrir íslenska ökumenn og hann ætlar að bjóða okkur á að taka demparana í gegn fyrir um 350 evrur, sem er rétt tæpur 60.000 einsog gengið er í dag! Í þessum pakka er bara uppsetning frá A til Ö, eins mikið og hægt er að gera.  Réttir gormar fyrir hvern og einn að bæði framan og aftan, ásamt því að hann setur demparann upp fyrir íslenskar brautir, og stíl hvers og eins. Einsog þið sjáið á myndinni fyrir neðan, að þá er það ekki bara réttir gormar í dempurunum sem eru aðal atriðið. Það eru yfir milljón stillingar sem hægt er að gera með litlum skinnum og græjum sem ég hef ekki einu sinni hugmynd um ennþá hvað er. Ég get líka hjálpað til við flutningskostnað með að koma dempurunum frítt heim, ég kem væntanlega heim í byrjun maí, og get þá kippt dempurunum með mér frítt. Þið þurfið þá bara að sjá um flutningin út sjálfir/sjálf. Tíminn er naumur, klaustur fer að bresta á, þeir sem vilja vera rétt upp settir fyrir sumarið, auka öryggið á hjólinu og minnka slysahættuna með vanstilltum dempurum, geta haft samband við mig á aron@aron66.is !

 

Tommy Searle – Interview

Viðtal við Tommy Searle. En hann mun taka þátt í heimsmeistarakeppninni sem fram fer á Glen Helen í Ameríku ásamt Mike Alessi fyrir FMF/KTM liðið í Ameríku. Ekki eru margir ameríkanar búnir að staðfesta komu sína, fyrir utan það að DeCoster mætir með öll tæki og tól til að hjálpa Rockstar Teka Suzuki liðinu, hann sagðist þó ekki ætla að senda neina ökumenn frá sér. Pro Circuit Kawasaki verður á staðnum til að hjálpa Jeremy Van Horebeek og Steven Frossard hjá CLS Kawasaki. Monster Energy Kawasaki eru búnir að staðfesta komu sína, þó ekki hvort þeir ætli að keppa. Nick Wey og Broc Tickle eru þeir einu sem eru búnir að segjast vilja taka þátt, ég held þó að fleiri bætist í hópinn þegar nær dregur. Það verður gaman að sjá. Ég vona að James Stewart mæti, það eru sögusagnir um það.

Smellið á myndina til að sjá viðtalið við Tommy Searle 

James Stewart – MXON Markmidid !

Thad er erfitt ad vera fraegur segja their sumir, sérstaklega thegar thú heitir James Stewart. Hann hefur verid harkalega gagngrýndur fyrir ad keyra ekki utanhús og einblína eingongu á supercross. Hérna er flott vidtal vid kappan thar sem hann segist vera med thad markmid ad keppa á MXON í ár, og taka nokkrar utanhúss keppnir til ad hita sig upp fyrir keppnina í Denver, USA í September.

Smellid á myndina til ad sjá video

 

Tanið !

Það er ekki seinna vænna en að fara að koma upp smá tani fyrir sumarið. Ég er búin að taka eftir því á öllum þessum myndum af Honda þrek æfingunum og hjá motocross skólanum að það gleyma allir að tana! Það þýðir ekkert að þykjast vera í svaka formi og gleyma því svo að tana. Tanið er nýjasta og lang flottasta sólbaðsstofan í bænum, til húsa í Spönginni 33. Hvet alla til að fara og gera sig sæta fyrir sumarið.

 

 

Athafnir helgarinnar

Mikið var um að vera þessa helgina, 13. umferðin í AMA supercrossinu fór fram með Chad Reed innanborðs. Torrent er ekki komið á netið ennþá, en það ætti væntanlega að detta inn hérna í dag eða kvöld.

2. umferðin í FIM heimsmeistarakeppninni fór fram á Mantova brautinni í Ítalíu og var rétt í þessu að klárast. Aðra eins baráttu og spennu hef ég sjaldan séð einsog var í MX2 flokknum þennan daginn. Í báðum mótóum var baráttan alveg þangað til að flaggið féll og hún fékk mann til að bíta aðeins af nöglunum. Ég ætla ekki að eyðileggja fyrir þeim sem hafa ekki séð keppnina með því að birta einhver úrslit, en ég mæli eindregið með því að þið horfið á endursýningu af keppninni ekki seinna en NÚNA STRAX á Freecaster.tv

startoff italy

Ég ætlaði að keppa í Lommel þessa helgina, en þar sem ég er einn í koti, ákvað ég að sleppa því. Allir sem ég þekki hérna fóru til Ítalíu að horfa á keppnina þannig að ég fór bara að hjóla í Hondapark í staðinn og tók því „rólega“.  Framundan er bara hjólerí hjá mér, og auðvitað vinnan. Ef einhverjir hafa áhuga á að senda demparana sína til mín og láta tjúnna þá hjá Han í Ultimate, að þá er það no problemmo. Sendið mér bara email á aron@aron66.is og við græjum málið. Það eru nú þegar einhverjir íslendingar að senda dempara til mín í tjúnningu til að vera klárir fyrir sumarið. www.ultimateracingsuspension.com

Jonni

Jonni vakti greinilega mikla athygli hérna úti, var að flakka um netið hérna í vikunni og fann þessa svakalegu mynd af honum í Lommel.

Þangað til næst,

Aron #1

Ný heimasíða !

Þá er nýja síðan kominn í loftið! Er á fullu að leggja loka hönd á verkið, betrumbæta, setja myndir inn ofl.

Endilega skiljið eftir kveðju!