Greinasafn fyrir flokkinn: Aron #66

Hjólabíll til sölu

Er með frábæran Renault Traffic til sölu. Bíllinn er háþekju langur og er skráður 5 manna.

-Dísel
-Beinskiptur
-Leður Captain stólar frammí, leður sæti afturí
-DVD spilari
-Bassabox og góðir hátalarar (mjög góðar græjur)
-Nýleg dekk
-Ný smurður
-Ný tímareim

Ásett verð á bílinn er 1.590.000 þúsund
Áhvílandi er 950.000
Afborgun er 45.000

Bíllinn fæst á 150 kall út og yfirtöku á láni.


Myndir frá Selfossi

Skellti mér á Selfoss um helgina að hjóla í nýlagaðari braut þeirra Selfyssinga. Verð að segja að þessi braut kemur manni alltaf til að brosa, ekki síst núna eftir breytingar þar sem búið er að breikka alla brautina svo um munar og breyta nokkrum köflum til hins betra. Hjóleríið stóð þó ekki lengi yfir þar sem ég stútaði einni mús, og sprengdi svo slöngu á annari felgu, en Sara náði þó nokkrum hel flottum myndum á vélina.

Hægt er að smella á myndir til að sjá þær í fullri upplausn

Kynning á Factory Kawasaki liðinu

[vimeo]http://vimeo.com/22719378[/vimeo]

Álfsnes

Á flugi

Á laugardaginn fór fram önnur umferð Íslandsmótsins í Motocross í Álfsnesi. Þetta var án efa ein besta keppni í Íslandsmótinu frá því að ég byrjaði að keppa. Brautin var í 100% standi, rakastigið var fullkomið þrátt fyrir að hún hafi einungis verið vökvuð einu sinni um morgunin. Veðrið var frábært, sól og gott veður og ekkert ryk var í brautinni. Það var góð stemning á svæðinu og keppnin heppnaðist mjög vel, allt gekk samkvæmt áætlun. Ég hafði ekkert æft í 5 vikur fyrir þessa keppni, ekki síðan vikuna fyrir klaustur og var að pumpast aðeins upp og þreytast í öxlunum. Ég gat samt hjólað ágætlega, var aðeins ryðgaður í fyrsta motoinu en hélt ágætist dampi og vann bæði motoin frekar auðveldlega, fékk smá baráttu frá Robo fyrstu hringina en náði að halda honum fyrir aftan mig og setti svo gottt bil á hann þegar um 10 mínútur voru búnar af fyrsta motoinu. Í öðru motoinu náði ég ágætis starti, var annar á eftir Gylfa og elti hann í einn hring, komst svo frammúr honum á öðrum hring og setti strax gott bil á hann og náði öruggri forystu snemma í motoinu og hélt henni alveg til loka. Ég bjóst við meiri baráttu þar sem að brautin var slétt allan tímann, og ekkert sérstaklega tæknileg, hún grófst lítið og var mjög hröð. Það voru reyndar margir í ruglinu, Eyþór, Viktor og Gulli áttu allir mjög slæman dag, á meðan menn sem ekki voru í stigabaráttu áttu góðan dag, Gylfi, Robo og Kári, sem er mjög gott fyrir mig þar sem ég eyk forskotið svo um munar til íslandsmeistara, og er núna kominn með 28 stiga forystu á Hjalla sem er í öðru sæti.

Lesa áfram Álfsnes

LexGames winner 2010!

Startið

Í gær fór fram LexGames 2010, en þetta var í annað skiptið sem þessi keppnir er haldin. Þetta er stærsti jaðarsport viðburður á Íslandi, þar sem öll helstu Jaðarsportin taka þátt og keppa eða sýna listir sínar. Á meðal íþrótta og sýninga voru Fjórhjólacross, Motocross, Torfæra, Rally, Downhill, BMX, Hjólabretti, Supermoto, Drift, Freestyle Motocross, Dirt Jump ásamt miklu fleira. Ég tók þátt í þessari keppni í fyrra og vann, og hélt uppteknum hætti þetta árið með því að vinna aftur. James Robo er kominn til Íslands aftur, en hann er frá Malasyu. Hann ætlar að keppa einhverjar keppnir hérna í sumar og það var virkilega gaman að hafa hann með, hann lét mig hafa vel fyrir sigrinum. Mér fannst ekki vera eins mikið af fólki einsog í fyrra, dettur helst í hug að það sé árstíminn sem spilar inní, margir í ferðalögum og annað en í fyrra var keppnin haldin í lok sumars. Mæli eindregið með því að þið kíkið á síðunna hennar Kleó og skoðið myndir frá deginum. Sverrir á Motosport.is er einnig að vinna að því að henda inn myndum frá deginum, þær eru væntanlegar inn í kvöld. Ég vil þakka Lexa fyrir frábært framtak, lyftir öllu jaðarsporti klárlega á hærra plan, og mikil umfjöllun í fjölmiðlum í kringum þetta sem bætir ímynd okkar glæpamannana. Ég vil einnig þakka N1, Nítró, Red Rooster, Serrano, Lífsstíl Líkamsrækt, Tanid.is, Hreysti, Bílalökkun.is og öllum þeim sem mættu að horfa á.
Lesa áfram LexGames winner 2010!

Þáttur á RÚV

Rakst á fyrir tililjun þátt á RÚV um Formula 3 kappakstur. Í þættinum er síðan sýndar nokkrar motocross klippur, bæði íslenskar og erlendar. Þar er meðal annars sýnt frá Íslandsmótinu á Ólafsfirði og sýna þeir viðtal við mig. Ef þið smellið á linkinn hér fyrir neðan og stillið svo spilarann á 3:25 að þá er sýnt frá Motocrossinu á Ólafsfirði. Svo í kringum 8:30 er sýnd helvíti flott klippa frá klaustri. Þá sést allur fjöldinn í mýrinni og einnig startið. Mæli með að þið kíkið á þetta, virkilega flott umfjöllun þar sem þáttastjórnendur koma því á framfæri að þetta sé klárlega vinsælasta mótorsportið á Íslandi í dag, og að þetta sé ein af 3 erfiðustu íþróttagreinum í heimi.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4529536/2010/06/13/ <------ Þetta er linkurinn á þáttinn