Greinasafn fyrir flokkinn: Aðsendar greinar

Greinar sendar vefnum…lesendabréf

Í heimsókn hjá bóndanum

Hluti KTM liðsins, Kalli, Sigurjón og Einar lögðu land undir fót og héldu í Eyjafjörðin til Finns Bónda. Ekki klikkaði stemmingin en hún byrjaði á lagfæringum á malarvagni Bóndans á vinnusvæði Arnarfells þar sem stór Payloader var notaður til að rétta vagninn. Einar fékk svo að fara í gröfu leik á Payloadernum og brosti hringinn þegar fyrsta skóflan var fyllt. Daginn eftir var farið í 7 tíma túr yfir fjöllin og inn að Vaglaskógi í þoku, sól, drullu, snjósköflum ofl. Í lok dagsins var svo ný Moto-Cross braut þeirra Þengils manna skoðuð en hún á að verða tilbúin fyrir 28. júlí. og lítur vel út.
Semsagt allt í lukku fyrir Norðan.
Katoom

Afsökunarbeiðni

Ég Steini Tótu bið Karl Gunnlaugsson opinberlega innilegrar afsökunar á frumhlaupi mínu í vefskrifum um VÍK og keppnisskráningar.  Eins og alltaf læt ég stóru skotin vaða án nánari umhugsunar og þarf síðan að éta ofan í mig mistökin.  Geri það hér með.  Kom í ljós að mistökin með að koma félaginu í viðkvæma stöðu gagnvart bransanum, voru gerð alfarið án vitundar Kalla enda hefur Karl að jafnaði sýnt skynsemi þegar þessi ósýnilegu strik hafa skarast. Maggi í VÍK gerði sér ekki grein fyrir því hvað þessi blanda er viðkvæm og ekki Einar heldur.  Sérstaklega ber að geta þess að Moto er rekið af tveim aðskildum fyrirtækjum, hvoru með sýna stjórnendur.  Þetta upphlaup mitt skilar samt sem áður því markmiði að skerpa á línum milli fyrirtækja og félagsins og mun á næstu dögum hreinsast til í drullunni ( sem ég byrjaði að kasta sjálfur ).  Það verður að halda þessu klárlega aðskildu.  VÍK þarf peninga og þeir koma náttúrulega að töluverðu leiti frá bransanum í formi auglýsinga og slíks.  Það eru aðferðirnar sem skipta öllu máli.  Það má enganveginn líta þannig út gagnvart félagsmönnum eða öðrum að verið sé að hygla einum umfram aðra. Það er frumskilyrði.
Lögum þetta núna.
Steini Tótu

Gagnrýni á VÍK

Mikið „mis-illa launað“ starf hefur verið unnið í gegnum árin af þeim aðilum sem staðið hafa í innflutningi og verslun með mótorhjólavörur.  Þessir aðilar eru og hafa verið stólpar þeirrar menningar sem við búum nú við.  Hjólamenn eru ekki margir og samkeppnin um okkur er hörð en hefur verið eins sanngjörn og frekast er unnt.  Það er grundvallaratriði að þau félagasamtök sem starfa í tengslum við þennan iðnað haldi sér hlutlausum og hygli aldrei neinum umfram aðra.  Það er því ekki að undra að harðorð gagnrýni berist vefnum.

Þegar menn komu heim úr helgarfríi kom í ljós að um helgina hafði Karl Gunnlaugsson keypt V.Í.K. Sem sagt: Ef maður ætlar að keppa í V.Í.K. keppni á að mæta til Kalla.
Það hlýtur einhvers staðar að vera einhver tenging, eitthvað er að í sportinu . Áhugamennska og bissiness eiga góða samleið. En! Þá borga menn og auglýsa keppnina á sínum vegum. Opinberlega. Greiddir félagar í VÍK voru ekki að kaupa aðgang að Karli Gunnlaugssyni eða hans bissness þegar þeir greiddu félagsgjöldin til VÍK og MSÍ.  Félagið stendur fyrir áhugamennsku um torfæruhjól. EKKI Dónaskap. Ef þetta hefur breyst nýverið, óska ég eftir auka aðalfundi í félaginu þar sem stefnuskrá og lög V.Í.K. verða endurskoðuð.
Yfirgang og siðleysi má auðveldlega afsaka einu sinni, jafnvel tvisvar. Einhversstaðar verður samt að stoppa.
Virðingarfyllst:
Steini Tótu, Félagi í VÍK.

Þetta kemur mér verulega á óvart og er algjört rugl.  Svona skráning á aldrei að eiga sér stað.  Afhverju er ekki notast við ÍSÍ húsnæðið eins og hefur verið undanfarið.
Ég hef tekið á móti skráningum nýrra félaga í VÍK, selt miða á árshátiðirnar en að sjálfsögðu hafa hinar verslanirnar gert slíkt hið sama.
Mér finnst óeðlilegt í frjálsum félagasamtökum að skráningin eigi sér stað í einni ákveðinni verslun.
Jón Magg, Félagi í VÍK.

Tryggingamál

Grein eftir Aron Reynisson og Heimir Barðason.

Á vegum Snigla hefur undanfarin ár starfað Trygginganefnd.  Þessi nefnd hefur  á hverju ári átt í viðræðum við tryggingafélögin um lægri iðgjöld á Mótorhjólatryggingum.  Þetta starf hefur  ekki skilað neinum árangri síðastliðin ár og eru nú iðgjöld á þessum tryggingum í sögulegu hámarki.  VÍK og VÍH eru í ár í fyrsta sinn með fulltrúa í nefndinni og má segja að ekkert markvert hefur gerst enn sem komið er.  Við erum þó lauslega búin að skoða reglugerðir, fá tilboð í tryggingar og skoða rök tryggingafélaganna.  Þar sem ljóst er að þetta er tapaður slagur í ár, þá ákváðum við að setja þær upplýsingar sem við höfum aflað á  netið, til að spara símtöl og vesen fyrir þá sem hafa í hyggju að tryggja sinn fák.

Lesið því vel og vandlega eftirfarandi;

 

Lesa áfram Tryggingamál