Vefmyndavél

Sólbrekkubraut

Opnunartími Sólbrekku

 • Þriðjudagar 18-22
 • Fimmtudagar 18-22
 • Laugardaga 13-18
 • Sunnudagar 13-18

Sölustaðir brautarmiða

 • N1 Reykjanesbæ
 • N1 Hafnafirði

Sólbrekka er uppáhaldsbraut margra motocross unnenda. Brautin er erfið og krefjandi en jafnframt ansi gefandi þegar hún er keyrð rétt.

Staðsetning brautarinnar er við Sólbrekkuskóg, til að komast að brautinni skal aka Grindavíkurveg c.a. 2 km í átt til Grindavíkur og beygja svo til hægri að Seltjörn. Þá skal strax beygja aftur til hægri og aka í gegnum Sólbrekkuskóg og er þá komið að brautinni.

Veðrið frá Veðurstofu Íslands:

[iframe http://www.motocross.is/wp-content/plugins/vedur/reykjanesbraut/vedur.php 200 100]

Sjá kort hér

solbrekka

Þegar komið er frá Reykjavík er rauða punktalínan elt upp að stóra rauða blettinum.

Umgengnisreglur V.Í.R.

 1. Ávallt skal gæta ýtrustu varúðar í meðferð bensíns, olíu og annarra spilliefna á svæðinu. Æskilegt er að hjól komi með fullan eldsneytistank á svæðið til þess að lágmarka alla meðferð á bensíni og olíum á svæðinu.
 2. Einungis er leyfilegt að hella bensíni og olíum á ökutæki á þar til gerðu viðgerðasvæði sem er á steinsteyptri plötu. Ávallt skal gæta þess að hafa meðferðis þurra klúta til þess að þurrka upp ef eitthvað fer til spillis.
 3. Hver hjólaeigandi er ábyrgur fyrir þeim úrgangi er til kann að falla eftir hjól hans/hennar og skal koma því til förgunaraðila með starfsleyfi Hollustuverndar ríkisins.
 4. Ef spilliefni fer í jarðveg skal hann hreinsaður burt og komið til förgunaraðila með starfleyfi Hollustuv. ríkisins.
 5. Hver hjólaeigandi skal gæta þess að skilja ekki eftir sig rusl af neinu tagi og skilja við svæðið eins og hann vill koma að því.(Hreinu!)
 6. Allur akstur utan brautar er bannaður.
 7. Brot á reglum þessum varðar við brottrekstur af svæði félagsins og sektum.

Það er STRANGLEGA BANNAÐ að keyra utan brautarsvæðis, það á einnig við um SÓLBREKKUSKÓG, FLUGMÓDELSVÆÐIÐ OG VINNUSVÆÐIÐ FYRIR OFAN BRAUTINA! Virðum útivist, tómstundir og vinnusvæði annarra ef við viljum áskapa okkur virðingu.

Upplýsingar fengnar af heimasíðu VÍR