Vefmyndavél

Höfn í Hornafirði

ask-logoAkstursíþróttafélag Austur-Skaftafellssýslu rekur glæsilega motocross braut rétt við Höfn í Hornafirði.

Opnunartími og verð

Opið virka daga frá 10:00 – 21:00

Opið um helgar 10:00 – 21:00

Dagspassi er 1.000 kr

Ef mikil rigning er þá er brautin lokuð og í lágmark 1 dag á eftir.

Stranglega bannað að hjóla utan þessara tíma!

Æskilegt er að minnst tveir hjóli saman í brautinni

Umgengnis- og oryggisreglur á motocrossbrautinni

 1. Öll mótorhjól verða að vera löglega skráð og tryggð samkvæmt Íslenskum lögum.
 2. Allir ökumenn þessara tækja skulu hafa tilskilin ökuréttindi miðað við aldur og stærð ökutækis samkvæmt íslenskum lögum og reglum. Það ökutæki sem er í notkun á svæðinu skal vera í skoðunarhæfu keppnisástandi. Og púst standast MSÍ lög (98db).
 3. Allur akstur í brautinni utan opnunartíma er bannaður.
 4. Öll torfæruskráð hjól skulu flutt á þar til gerðum tækjum til og frá braut.
 5. Allur akstur utan brautar og tengistíga er stranglega bannaður.
 6. Akstur á svæðinu skal vera ábyrgur og ökumenn skulu hvorki stofna sjálfum sér né öðrum í óþarfa hættu
 7. Á meðan vinna fer fram í brautinni, hvort sem er með hrífur eða vinnuvélar þá er brautin undantekningarlaust LOKUÐ og allur akstur í henni stranglega bannaður
 8. Við akstur í pitti, á bílastæði og við félagsheimili skal gæta ýtrustu varkárni gagnvart fólki og verðmætum. Halda skal ökuhraða í lágmarki (fyrsti gír) og varast grjótkast.
 9. MX braut Höfn skal ekin rangsælis, akstur á gegn akstursstefnu í brautinni er stranglega bannaður. Einungis er leyfilegt að nota til þess gerða stíga til styttingar á braut.
 10. Allir ökumenn sem aka á svæði ASK skulu nota hlífðarbúnað svo sem: hjálm,brynju, krossskó, hnéhlífar,olnbogahlífar og hálskraga. Auk þess skal ökumaður vera í viðeigandi fatnaði sem stuðlar að öryggi hans.
 11. Lausaganga dýra er bönnuð á svæðinu.
 12. Ökumenn aka alfarið á eigin ábyrgð á aksturssvæði ASK
 13. Ef slys ber að höndum skal hringja strax í neyðarnúmer 112 og óska aðstoðar.
 14. Starfsmenn eða aðrir sem á staðnum eru skulu tryggja ástand þess slasaða og búa um hann þangað til hjálp berst.
 15. Stöðva skal allan akstur í braut þangað til að hinn slasaði hefur verið fluttur á brott úr brautarstæði.

Brot á reglum þessum varða tafarlausan brottrekstur af svæðinu og jafnvel útilokun frá frekari akstri og sektum. 

Brautin í Höfn

Brautin í Höfn

Nánari upplýsingar:

www.askmotor.is

Facebook


Sýna stærra kort