Vefmyndavél

Þorlákshöfn

Rétt við Þorlákshöfn er frábært hjólasvæði. Þar rekur Vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn bæði Endurobraut og motocrossbraut. Brautirnar eru í sandi og á frekar snjólitlu svæði þannig að brautin hefur verið vinsæl á sumrin og sú allra vinsælasta á veturna.

Miðaverð

  • 1.000 krónur fyrir stór hjól (125cc og stærri)
  • Frítt fyrir 85cc og minni hjól.
  • Árskort 15.000 kr. (gildir í 1 ár frá og með greiðsludegi).

Hægt er að kaupa miða í Olís í Norðlingaholti og í Skálanum sem er aðalsjoppan og bensínstöðin í Þorlákshöfn.

Einnig hægt að leggja inná reikning í Landsbankanum í Þorlákshöfn: Vélhjóladeild umf. Þór kt.470177-0399 reikn 0150-26-12522.

Þeir sem millifæra fyrir miða skulu senda kvittun með sms í síma 8480975.

Þeir sem millifæra fyrir árskorti þurfa að senda kvittun á netfangið hhhugi@simnet.is ásamt upplýsingum um árskorthafa (nafn, heimilisfang, kennitölu og símanúmer).

Opnunartími

  • Virkir dagar : 08.00 – 22:30
  • Helgar: 09:00 – 22:30
Þorlákshöfn motocrossbraut

Blái krossinn er endurobrautin – Guli krossinn er motocrossbrautin – Græna örin bendir á miðasöluna í Skálanum

[iframe http://www.motocross.is/wp-content/plugins/vedur/eyrabakki/vedur.php 200 100 align=“right“]

Hér má sjá nokkrar myndir teknar í keppni í motocrossbrautinn þann 29.nóv 2008 – í nístingskulda.