Hella – skráning lokar miðvikudagskvöldið 3.5.17

Ef þig vantar spark í rassinn, smelltu þá á myndina og hækkaðu í hátölurunum þínum.

Af hverju ertu ekki búin/n að skrá þig í Hellukeppnina? Ef það er út af tæknilegu vandamálunum sem eru gjörsamlega að breyta okkur í Indriða, þá sýni ég því skilning. Ef það er af því að þig langar til þess en leggur ekki í það þá ætla ég eindregið að hvetja þig til þess að röra bara á það. Þú hefur engu að tapa. Ef þú hefur áhyggjur af grjóti og/eða drullu þá er ekki grjót á Hellu og ef það er einhver bleyta, þá er það ekki alvarlegt og bara eitthvað til þess að læra af.

Ég veit að það er mjög stressandi að fara í sína fyrstu keppni. Ég fór ansi langt í stressinu og ég held að ég hafi varla náð neinum svefni fyrir mína fyrstu keppni. En í dag er ég ekkert eðlilega ánægður með að hafa kýlt á það. Um leið og hjólið er komið í gang þá er þetta svo gaman að þú átt eftir að gleyma því algjörlega að þú hafir fundið fyrir stressi. Vertu svo bara ekkert að spá í öðrum keppendum. Keyrðu bara brautina og njóttu þín. Til þess er leikurinn gerður.

Skráðu þig, fáðu þér keppnisviðauka á tryggingarnar (ef þú ert nú þegar ekki með slíkan), mættu og skemmtu þér stórkostlega.

Ég skora á þig.

Sigurjón Snær Jónsson

Formaður VÍK

Skildu eftir svar