Hella – nokkrir punktar

Á morgun fer keppnin á Hellu fram og dagskrá dagsins má sjá HÉR.

Við skulum mæta tímanlega og vera tilbúin í skoðun kl. 10:00.

Í framhaldi af skoðun verður farinn prufuhringur fyrir þá sem vilja fara einn hring áður en keppnin hefst. Við förum í prufuhringinn ekki seinna en 10:40. Ef allir verða búnir í skoðun og allt er klárt þá förum við fyrr.

Í framhaldi af prufuhringnum röðum við á startið. Fremstur er meistaraflokkurinn, næst á eftir er tvímenningurinn og svo restin fyrir aftan tvímenning.

Meistaraflokkurinn startar fyrstur kl. 11:20.

Tvímenningur startar einni mínútu seinna eða kl. 11:21.

Restin startar mínútu eftir það eða kl. 11:22.

Á þessum tveimur mínútum sem beðið er setjum við hjólin ekki í gang. Við s.s. setjum hjólin EKKI í gang á milli starta. Sko, EKKI í gang.

Allir aðrir en meistaraflokkur og tvímenningur eru svo flaggaðir út fyrr. Þá verður keppendum tilkynnt að B-flokkur sé búinn. Ef þú ert ekki í meistaraflokk eða tvímenning þýðir það að keppni sé lokið hjá þér að sinni.

Eftir seinni umferðina skulum við svo öll leggjast á eitt að taka saman brautina. Verðlaunaafhendingin verður ekki fyrr en allar stikur eru komnar í pit.

Bínubúlla verður á staðnum sem sér til þess að fólk geti fengið sér góðan bita. Bæði áhorfendur og keppendur.

Við minnum svo á keppnisviðaukann í tryggingum. Án hans ERTU EKKI TRYGGÐ/UR Í KEPPNI. Það ber engin ábyrgð á því annar/önnur en þú sjálf/ur.

Við sjáumst eldhress á morgun á Hellu. 🙂

 

Skildu eftir svar