Vefmyndavél

Bein tímaútsending – Live timing

Smellið á myndina fyrir tímaútsendinguna

Á morgun ætlum við að prufukeyra beina tímaútsendingu úr enduro-kerfinu. Þorgeir Ómarsson tímatökuvörður og Sigurbjörn Jónsson eru búnir að leggja á ráðin og smíða eitthvað sem ég kann ekki að útskýra. Ef þið smellið á myndina endið þið á síðunni sem mun birta tímastöðuna í rauntíma á meðan keppni stendur. Flokkarnir sem eru þar inni núna eiga eftir að detta út og þeir réttu koma inn þegar við störtum. Við viljum benda á að þetta er prufukeyrsla og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta gengur. Okkur þætti vænt um það ef einhver eða einhverjir tækju sig til og fylgdust með útsendingunni. Ef það koma upp villur eða vandamál, væri mjög gagnlegt að fá að vita hvers eðlis það er. Athugasemdir mega komu við stöðufærslurnar á Facebook þar sem við dreifðum þessari færslu.

Athugið að heildarúrslit dagsins koma ekki fram í lokin. Þetta verður bara rauntímakeyrsla.

Leave a Reply