Skoðun í kvöld – 25.5.16 – 18:00-21:00

ÖlgerðVið minnum á skoðunina fyrir Klaustur sem fer fram við Ölgerðina í kvöld. Þið komið aftan að húsinu ef þið eruð að horfa á það frá Vesturlandsveginum. Það er best að fara upp brekkuna á milli Össurar og Nóa Síríus og beygja svo inn fyrir ofan Össur. Á móts við þennan inngang er bílastæði þar sem er hægt að leggja bílum og taka hjólin af. Þau verða síðan skoðuð hérna við stóra Ölgerðarmerkið.

Þið byrjið á að mæta hingað með hjól og hjálm og látið skoða. Þá fáið þið „skoðunarmiða“. Ég mæli með því að ganga þá bara frá hjólinu aftur á bíl eða kerru áður en haldið er inn í pappírsmálin. Þá eru hjólin ekki að hrúgast upp þarna á skoðunarsvæðinu. Inni finnið þið svo næsta skref, en þar fáið þið afhentar þátttökutilkynningar fyrir liðið. Þær þurfið þið að fylla út og í framhaldi af því fáið þið keppnisnúmer og tímatökubóluna. Það er ekki hægt að ítreka það nógu mikið hversu mikilvægt það er að bólan týnist ekki og færist ekki óvart yfir á annað lið.

Við sjáum á staðnum hverjir eru greiddir félagsmenn í VÍK. Á staðnum verðum við með posa fyrir þá sem eiga eftir að ganga frá félagsgjöldum. Félagsmenn annara félaga mega gjarnan koma með staðfestingu á greiddum félagsgjöldum í annað félag.

Varahjól þurfa líka að koma í skoðun. Þess má einnig geta að ekki fást afhent keppnisnúmer fyrir varahjól. Eingöngu fyrir hjól allra liðsmanna. Þannig að keppendur þurfa að græja keppnisnúmer á varahjól. Lausir stafir sem fást í öllum hjólabúðum eru nóg.

Skildu eftir svar