Opin MX æfing í kvöld, 24.5. á milli 19:00 og 20:30. Smá um Klaustur.

Við viljum minna á opnu motocross-æfinguna í kvöld hjá Ingva í Bolaöldu. Áherslan hefur verið mikil á Klaustur en það er líka hægt að keyra motocross. Að vinna í motocross tækninni skemmir heldur ekki fyrir Klaustri. Það myndast skemmtilegar beygjur í kartöflugarðinum á Klaustri.

Við viljum þá einnig minna á að skráningin í barnakeppnina er opin alveg fram að henni. Guggi tekur við skráningum í tölvupósti fram á föstudag og svo er einnig skráning á staðnum um morguninn. Sjá dagskrána fyrir það á Klaustur ORC.

Skráningu í aðalkeppnina er LOKIÐ. Það er ekki lengur hægt að skrá sig í hana. Listinn er í vinnslu og merkingar einnig. Við birtum listann við fyrsta tækifæri. Ef einhver átti eftir að henda inn upplýsingum um liðsfélaga, þá má sá hinn sami klára það mál. Við minnum svo á skoðun á morgun kl. 18:00 í Ölgerðinni.

Skildu eftir svar