Vefmyndavél

Krakkakeppni í dag – Mæting kl 17:45

Í dag fer fram síðasta æfingin í Reiðhöllinni og því ætlum við að klára þetta með því að halda keppni.

Keppnin verður með sama sniði og venjulega, það verða þrír flokkar, 50, 65 og 85cc. Allir flokkar byrja á upphitun og taka svo 2 moto.

Eftir keppni býður Snæland Video uppá grill og fá allir keppendur medalíur.

Mæting er fyrir alla þátttakendur kl 17:45 og byrjum við stundvíslega kl 18.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Kv.

Gulli og Helgi Már

Leave a Reply