Vefmyndavél

Klausturskeppendur athugið – skoðun – liðsfélagar

 

Ölgerð

Skoðun hjóla. Við munum skoða öll hjól sem mæta til keppni á laugardaginn kemur. Við munum skoða í Reykjavík á miðvikudaginn, 25. maí 2016, á milli kl. 18:00 og 21:00 við Ölgerðina. Ölgerðin er stóra vöruhótelið sem þið sjáið við Vesturlandsveginn. Hún er á Grjóthálsi 7-11. Skoðunin mun fara fram við aðalinngang hússins sem er á bak við húsið. Hér að ofan má sjá mynd af þessum inngangi. Hérna við skiltið verður skoðað og svo verða númerin afhent inni þarna beint af augum. Þar inni verða til sýnis nýjustu hjólin frá umboðunum, RedBull verður hrímkalt á kantinum og sýnd verða myndbönd frá fyrri keppnum. Fyrir þau sem eru blessunarlega laus við það að búa á höfuðborgarsvæðinu (þá slær í manni sveitahjartað) þurfa þó ekki að bruna í bæinn ef tími eða tækifæri gefst ekki til. Einnig verður skoðað hjá VÍFA á Akranesi, hjá UMFS á Selfossi, Start á Egilsstöðum og KKA á Akureyri. Snúið ykkur að þeim félögum fyrir staðsetningu á skoðun þar. Ég reikna með að hún verði á svipuðum tíma og hérna hjá okkur í bænum. Hún getur ekki orðið mikið fyrr þar sem límmiðarnir verða ekki tilbúnir fyrr en samdægurs. Við eigum eftir að birta aðra grein og fara yfir hvað þarf að vera á hreinu fyrir skoðun, en mjög mikilvægt atriði er það að félagsgjöld séu greidd. Við munum staðfesta það í skoðun.

Hér kemur svo annað mikilvægt atriði sem allir þurfa að lesa. Tæknin var að stríða okkur og við sjáum ekki liðsfélaga í neinum liðum. Við sjáum bara hver skráir liðið og í hvaða flokk. Þannig að EF þú ert EKKI í járnkarlinum, EF þú hefur EKKI tilkynnt neinar breytingar á liðinu þínu og ert EKKI í liði með einhverjum úr stjórn VÍK þá ÞARFT ÞÚ að senda tölvupóst á vik@motocross.is sem allra allra fyrst. Hafðu subject: Lið á Klaustri

Settu svo póstinn svona upp:

Flokkur: Þrímenningur (sem dæmi)

Aðili sem skráir lið: Línus Gauti Hjálmsson 170644-2349

Liðsfélagi 1: Mist Eik Maack 170644-3459

Liðsfélagi 2: Ævar Andi Stormur 170644-4569

Ákveðin systir úr ákveðinni fjölskyldu reyndi að „brjóta internetið“ með myndum af skuðinu á sér. Reynið núna að brjóta inboxið mitt með liðspóstum.

Svo hvet ég þá sem eiga eftir að skrá sig til þess að gera það, en þeir gera það áfram inni á msisport.is.

Einnig óskum við enn eftir fólki í race police.

Góðar stundir.

Sigurjón Snær Jónsson

Leave a Reply