Klaustur 2016. Þetta er að bresta á. Nokkur atriði…

Þetta árið ætlum við aftur að leyfa gistingu í pit-inum. Við höfum heyrt að margir kunnu mun betur við það á sínum tíma. Okkur langar að skapa stemningu í líkingu við það sem maður sér í eyðimerkurkeppnum í Bandaríkjunum. Sjá má dæmi um slíkt í nýjustu Moto myndinni. En, það kallar vissulega á tillitssemi, skipulag og almenna gleði. Við vitum að það verður verkefni og we have been warned. En, ef allir leggjast á eitt og það gengur vel, þá reynum við það aftur. Ég geri ráð fyrir að þeir aðilar sem ætla að gista mæti á föstudeginum. Ég, Össi og Pétur verðum mættir þarna tímanlega ásamt fleirum og ætlum að ráðast í að raða þessu upp. Við gerum ráð fyrir „búðatjöldum“ næst girðingunni eins og verið hefur undanfarin ár. Svo erum við með tjald þar sem við verðum með skoðunaraðstöðuna.

Skoðun fer fram á föstudagskvöldinu á milli 17:00 og 20:00. Þú mátt alveg tala við okkur eftir það ef þú ert mætt/ur og klár í skoðun. Frekar þá en á laugardagsmorgninum.

Allra síðasti séns á skoðun er á laugardagsmorgninum á milli 9:30 og 10:30. Eftir það er ekki lengur skoðað.

Enginn akstur á hjólum er leyfður í pittinum fyrr en kemur að keppni. Eftir það er 1. GÍR um svæðið. Einungis merktir starfsmenn hafa leyfi til að keyra um.

Munið eftir að þetta er 6 tíma keppni. Það er nægur tími til að gera góða hluti. Þetta vinnst ekki á fyrsta hring.

Gangið vel um svæðið og salernin. Ekki ætlast til að aðrir týni upp ruslið eftir ykkur.

Glæsileg verðlaun sem Smári Kristjánsson og Pálmar Pétursson eru búnir að græja fyrir okkur verða fyrir fyrstu sætin.

Eftir keppni verða grillaðir hamborgarar í boði Snæland. Sundlaugin verður opin fram á kvöld, þannig að það geta allir skolað af sér þar eftir keppni.

Sýnið og sannið að við erum frábært fólk að fá í heimsókn.

Svo er bara að hafa gaman saman, sýna náungakærleik og tillitssemi.

Hér eftir verður lítil svörun í vik@motocross.is þar sem við erum á leiðinni austur að klára málin þar. Hringið í e-n í stjórninni ef þið hafið spurningar eða athugasemdir.

Stjórnin.

Skildu eftir svar