GFHE á morgun. Hella 14.5.2016 – Nokkrir punktar

Brautin er eins og venjulega góð blanda af motocrossi, enduro, torfærum, brekkum, hliðarhalla og börðum.
Á einum stað er þraut það erfið að boðið verður upp á hjáleið. Munið að ef þið komist ekki upp einhver staðar þá má fara út fyrir stiku og til baka en koma inn aftan við næstu stiku þar fyrir aftan ef þið þurfið lengra tilhlaup.
Að fara fram hjá stiku eða stytta sér leið telst vera svindl og þýðir víti fyrir viðkomandi ökumann!
Það verða 5-10 brautargæslumenn á staðnum. Ekki stytta ykkur leið eða sleppa stikum, jafnvel þó að þær liggi niðri. Það fer ekki framhjá neinum hvernig hringurinn liggur.
Það verður farin prufuhringur kl. 10:30. Reynum því að vera komin tímalega á svæðið og komið með hjólið í skoðun hjá ráshliði.
Prufuhringur er ekki keppnishringur, gefum okkur gott pláss á milli manna, sérstaklega í brekkum og hliðarhalla. Undanfarinn mun stoppa öðru hvoru og þétta hópinn og þegar hann leggur af stað gerum við það í línu og gefum næsta manni séns á að klára sýna þraut.
Eftir keppnina þá ætlum við að biðja ykkur um að taka saman brautina með okkur. Þetta hefur reynst vel s.l. 2 ár og tekur max hálftíma ef við keyrum á þetta saman.
Að lokum:
Það verður þurrt – hafið með auka loftsíur.
Það verður sól – takið með sólarvörn.
Það verður gaman – takið með góða skapið.

Þeir sem ætla að koma að aðstoða okkur í racepolice mega gjarnan vera komnir fyrir kl. 10:00 og mega þá gefa sig fram við Gugga eða Kalla keppnisstjóra.

Dagskrána má svo finna _-HÉR-_

Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skiptið, þá minnum við á að taka með sér vatn að drekka. Það verður mörgum að falli í sinni fyrstu keppni að gleyma að drekka nóg fyrir fyrri umferðina og á milli umferða. Einnig bendi ég á að startað er í þremur hollum með mínútu millibili. Fremstur á línu er meistaraflokkurinn sem startar fyrstur. Eftir það kemur tvímenningur sem startar svo. Að lokum startar restin sem telst til B-flokks. En það eru allir aldursflokkarnir. Í enduro er dautt start, sem þýðir að dautt er á mótor þegar startað er. Það er óþarfi að setja í gang á milli þess sem hópunum er startað. Allir mótorar dauðir fyrir fyrsta start og þeir fara ekki í gang fyrr en kemur að þeirra starti.

Play on players! Sjáumst á morgun.

Skildu eftir svar