Sumarstarfið er að hefjast í Bolaöldu – vinnudagur og opinn fundur

Pétur Bolaalda (3)

Laugardaginn 30. apríl 2016 verður vinnudagur frá 12:00 – 18:00 uppi á Bolaöldusvæðinu. Grill verður í boði Snæland kl. 15:00 fyrir þá sem koma og leggja hönd á plóg. Barnabrautin verður opin og í fínu standi. Þannig að börnin geta hjólað á meðan mamma og pabbi taka til hendinni.

Helstu verkefni sem liggja fyrst fyrir eru að laga girðingar, hreinsa til á svæði, þrífa húsið og grjóthreinsa nýju brautina. Margar hendur vinna létt verk. Stöndum saman og gerum aðstöðuna okkar frábæra.

Miðvikudaginn 4. maí verður opinn félagsfundur uppi í Bolaölduhúsi kl. 19:00-20:00. Þar geta menn og konur komið með hugmyndir og tekið þátt í þeim störfum sem þarf að sinna á svæðinu.

Pétur Bolaalda (2)

Skildu eftir svar