HEYRST HEFUR:

AÐ: Á aðalfundi VÍK, í kvöld kl 20:00 í húsi ÍSÍ Laugardal, verði boðið uppá kaffi og með því.

AÐ: Þar sem við erum íþróttafélag verði bara heilsusamlegar kleinur á boðstólum.

AÐ: Það stefni í einn fjörugasta aðalfund í manna minnum.

AÐ: Manna minni sé frekar stutt.

AÐ: Menn verði felldir úr stjórn.

AÐ: Aðrir ferskir taki við stjórn.

AÐ: Það vanti samt einn varamann í stjórn.

AÐ: Það verði pottþétt slegist um það sæti.

PS:

Ert þú sá sem ætlar að slást um það sæti?

Við viljum sérstaklega benda á að það er enginn kvenmaður í stjórn VÍK og samkvæmt jafnréttindum og öðrum félagslegum hugsjónum er það okkur að sjálfsöðu til skammar.

Sjáumst í kvöld.

Skildu eftir svar