Vefmyndavél

Þó að dagarnir styttist —–

Þá eykst orkan í okkar ofur-virku brautar og húsameisturum.

Brautarstjóra-tvíeykið er ekki að slaka á þó að það stefni í kulda og vosbúð næstu mánuði. Nú eru þeir Össi og Pétur að vinna upp hugmyndir með nýja braut í Bolaöldu. Hvað það verður veit nú enginn, verður gaman að sjá ( og allt það ). Ef þið viljið nánari útskýringar á hvað er í gangi þá er bara að mæta á árshátíð / lokahóf MSÍ, gefa þeim í glas og rekja úr þeim garnirnar 😉  VARÚÐ!!!! ekki gefa þeim of mikið því að þá gætu þeir fengið ENN stærri hugmyndir….

Húsa-meistarinn okkar er heldur ekki sá lati í stjórn VÍK, enda kenndur við Harða Gengið. Pálmar var orðinn þreyttur á að ganga frá stólunum eftir hverja barnaæfingu. Þar sem hann er jú Ofur smiður þá er ekkert sjálfsagðara (hjá honum) en að rigga upp bekkjum meðfram veggjunum.

Við erum heppin að hafa svona fólk innan okkar raða sem er til í að gefa okkur frítímann sinn svo að við getum leikið okkur.

ÞETTA ERU SNILLINGAR.

Bolaalda 10.10.15 2 Bolaalda 10.10.15 Bolaalda 10.10.15 1

Leave a Reply