Vefmyndavél

FRAMKVÆMDAGLEÐIN ER GJÖRSAMLEGA FARIN MEÐ OKKUR

Og hvað?  Jú það er komin virk VEFMYNDAVÉL í Bolaölduna og auðvelt að sjá hvort það sé veður vott eða vont. Þetta er frábær leið til að sjá aðstæður á svæðinu, nú eða bara til að sjá hvort einhverjir ERU á svæðinu að hjóla. Um að gera að nýta sér tæknina.Vefmyndavel

PS: við viljum biðja ykkur um að fara varlega á slóðasvæðinu. Það er búin að vera töluverð bleyta og gera má ráð fyrir stórum pollum á „stöku stað“ EKKI keyra utan með pollunum, snúið frekar við og finnið betri aðstæðu.

Stjórn VÍK.

Leave a Reply