Vefmyndavél

Barna og unglingakeppnin á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Barna/Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 65/85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur.Við hvetjum forleldra til að leyfa krökkunum að taka þátt í þessu með okkur…þetta er bara gaman.

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 30 Maí milli 09-10.

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is eða í gegnum síma 864-3066.

Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer.

Leave a Reply