Vefmyndavél

ENN OG AFTUR LEYNAST „SNILLINGAR“ INNAN OKKAR RAÐA.

 

 

SkíðagöngubrautOg því miður eru þessir „SNILLINGAR“ að koma óorði á okkar skemmtilega sport.

Nú voru „snillingar“ að hjóla eftir skíðabrautinni í Heiðmörk og með því að eyðileggja þá slóða sem lögð hefur verið vinna í að búa til. En snillingarnir komu þó á merktum sendibíl á svæðið, svona til að tryggja að það væri vitað hverjir væru á ferðinni.

Að venju var leitað til VÍK um hvort að þessir aðilar væru innan okkar raða, en þar sem við erum ekki lögregla, þá höfðum við ekki aðstöðu til að rekja hverjir gætu hafa verið á þessum merkta bíl.

Það er með ólíkindum að það þurfi að skrifa svona pistil hér. Til þess að okkar sport fái virðingu þá VERÐUM við að sýna öðrum virðingu. Það er ekki þannig að við getur spólað upp, hvar sem er, án þess að við það verði gerð athugasemd. Í þessu tilfelli óskuðum við eftir því að Skógræktarfélagið leitaði til lögreglu til að ná á þessa snillinga.

Hér er lýsing á atvikinu:
Síðastliðinn sunnudag var ég ásamt fleirum  að leggja af stað á gönguskíðum eftir troðinni braut í Heiðmörk þegar við mættum tveimur crosshjólum.
Þeir sem óku hjólunum virtu okkur ekki viðlits þrátt fyrir að við reyndum að stoppa þá. Þessir tveir hjólamenn höfðu algjörlega spænt upp og eyðilagt þjappaða brautina.

Stígakerfi Heiðmerkur er fyrst og fremst ætlað fyrir gangandi vegfarendur, til skíðgöngu og til hjólreiða.
Heiðmörk er friðland og á vatnsverndarsvæði og vegna mengunarhættu ekki hægt að byggja upp svæði fyrir mótorsport.

Í viðhengi er mynd af leiðinni sem birjar við bílastæði sem merkt er stjörnu.

Bestu kveðjur, Sævar Hreiðarsson, skógarvörður , Skógræktarfélagi RVK

Leave a Reply