Hella Enduro 2014

Nú er komið að alvöru málsins. Verið vakandi og vinsamlegast hjálpið okkur eftir að keppni lýkur.

Keppnis- og brautarstjórar vilja koma eftirfarandi á framfæri.

Það eru 67 keppendur skráðir.

Skoðunarhringur er kl. 09:30 stundvíslega á laugardagsmorgun ef einhverjir vilja.

Til upplýsinga: Lega brautarinnar er þannig að það eru hjáleiðir við þá staði þar sem erfitt gæti verið að komast fyrir óvana en við eigum ekki von á því að það þurfi að nota þær í fyrri umferð.

Í seinni umferð byrjar meira Enduro og þá verða 3 hjáleiðir sem verða vel merktar.

Að keppni lokinni þá viljum við biðja um aðstoð við að taka brautarmerkingar niður. Þetta er létt verk fyrir margar hendur og framtíð okkar á þessu svæði veltur töluvert á umgengni á svæðinu og hvernig við skilum því af okkur. Við viljum gera allt til að eiga möguleika á þessu svæði aftur að ári.

 

AÐ GEFNU TILEFNI ÞÁ ER FÓLK BEÐIÐ AÐ HAFA EFTIRFARANDI TIL FYRIRMYNDAR NÚNA Á HELLU.

Keppnishjól skal vera skráð og tryggt og skal keppandi hafa skráningarskírteini og tryggingapappíra

meðferðis því til staðfestingar. Keppendur skulu einnig hafa ökuréttindi meðferðis.

Keppendum er skylt að kynna sér keppnisreglur MSÍ og hafa staðfest það með rafrænni skráningu.

Sjáumst svo eldspræk kl 08:30 á keppnissvæðinu á laugardag.

 

Skildu eftir svar