Sumaræfingar VÍK byrja á morgun 5.5.2014

Við ætlum að hefja sumaræfingarnar á morgun 5.5 kl 18:00 í Bolöldu. Við byrjum á því að nota krakkabrautina þangað til annað á svæðinu opnar.

18:00-19:00 = 50cc og byrjendur
19:00-20:00 = 65cc og 85cc

Helgi Már Hrafnkelsson & Gunnlaugur Karlsson halda áfram með æfingarnar einsog síðustu ár en þó verður einn auka þjálfari með í sumar, Örn Sævar eða Össi, flestir kannast við Össa úr motocrossinu en hann einmitt hjálpaði til við æfingar í reiðhöllinni í vetur þar sem Gunnlaugur gat lítið gert eftir krossbands-aðgerð.

Æfingar eru mánudaga (Helgi) og miðvikudaga (Gulli).
Æfingatímabil er Maí, Júni, Ágúst & September (Júlí er frí)

Fyrsti verður frekar léttur, skráning og léttar æfingar. Vonumst til að sjá sem flesta.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að hafa samband við Helgia S:692-8919 eða Gulla S:6610958

Skildu eftir svar