Klaustur 2014. Undirbúningur.

Farin var vinnuferð að keppnissvæðinu á Ásgarði í gær, Sumardaginn 1. Það var hörku hópur sem var tilbúinn til að fórna frídegi til að undirbúa svæðið fyrir keppnina sem verður haldin 24. maí. Það verður þó að segjast að SAS ( sérfræðingar að sunnan) höfðu ekkert rosalega mikið að gera þar sem heiðursfólkið á Ásgarði og Kjartan eru búin að vinna mikla undirbúningsvinnu. En við byrjuðum á því að fúaverja þau mannvirki sem upp eru komin, eða alveg þangað til að það fór að rigna. Við settum niður nokkur hundruð stikur, sem btw, Ásgarðsfólkið var búið að mála fyrir okkur, hér og þar um brautina. Töluverður tími fór í þetta þar sem við erum að snúa við akstursáttinni fyrir þetta ár. Einnig þarf að færa ýmsar merkingar og þarf líka að gera nokkrar nýjar. Niðurstaða úr vinnuferðinni: Ótrulega gaman að fara með svona duglegu fólki í vinnuferð og ÓTRULEGT hversu mikil breyting verður á brautinni við að snúa henni við.  Það er eitt alveg á hreinu, greinarhöfund hlakkar til.

Ekki má gleyma að nefna að Ásgarðsfólkið er búið að slétta mest allan keppnishringinn frá keppninni í fyrra.

Óli Gísla

Kjartansbrú var viðarvarin að mestu.
Kjartansbrú var viðarvarin að mestu.

Hér er viðarverjarinn að verkum.
Hér er viðarverjarinn að verkum.
Fögur er hlíðin.
Fögur er hlíðin.
Náðum ekki að viðarverja skiptihliðin þar sem rigningin tók yfirhöndina. En það verður gert daginn fyrir keppnina.
Náðum ekki að viðarverja skiptihliðin þar sem rigningin tók yfirhöndina. En það verður gert daginn fyrir keppnina.

 

 

 

Skildu eftir svar