Góðan og blessaðan daginn. Vor-ilmur í lofti?

Er tuggan búin að standa ó-eða-lítið hreifð í allan vetur?filling-a-2-stroke-with-oil

Hvað þarf að fara yfir fyrir komandi átök?

Skipta um mótorolíu og síu þar sem það á við. Þarf þó að ný olía hafi verið sett á í fyrra. Olían dregur í sig raka!!

Yfirfara keðju og tannhjól.Gott viðmið á keðju er að ekki sé hægt að ýta henni til hliða meira en ca 1/2 – 1 keðjubreidd. ATH ef skipta þarf um keðju þarf líka að skipta um tannhjólin.

Yfirfara legur í link og fjöðrun. Skipta um þær ef rið og drulla hefur hreiðrað um sig.

Yfirfara alla barka, hreinsa og smyrja. Skipta um barkana ef þeir eru birjaðir að trosna.

Ef hjólið hefur ekkert verið notað síðan í fyrra þarf að setja nýtt bensín á tankinn. ATH innspýtingarhjólin eru sérstaklega viðkvæm fyrir gömlu bensíni. Tæma tankinn algjörlega, má nota það bensín á heimilisbílinn td.

Yfirfara dempara. Nauðsynlegt er að skipta um olíu á framdempurum amk einu sinni á ári. Á afturdempara er í lagi að skipta um olíu og gas annaðhvort ár. ATH þetta gildir ekki fyrir keppnishjól. Þar er þörf á olíuskiptum mun oftar.

Fyrir þá sem hafa litla kunnáttu í viðgerðum. Um að gera að skjóta spurningum á vanari hjólakappa í þessu sporti er vanalega ekkert mál að fá ráðleggingar hjá reynsluboltunum. Svo eru líka nokkur frábær verkstæði sem sérhæfa sig í hjólaviðhaldi.

Góða skemmtun.

Stjórn VÍK

 

Skildu eftir svar