Skráning í Klausturskeppnina hefst í kvöld kl 21.00

Nú hefst skráning í Klausturskeppnina eftir örfáa klukkutíma. Þetta þarftu að hafa á hreinu:

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

3 hugrenningar um “Skráning í Klausturskeppnina hefst í kvöld kl 21.00”

  1. Sæll Dóri.
    Við erum ekki búnir að ganga frá því hver sér um brautarverðina þetta árið. Munum auglýsa eftir frábærum „löggum“ til að sjá um brautargæslu fyrir okkur, það er ekki spurning. En best væri að senda okkur póst á vik@motocross.is þá smellum við mönnum á lista.
    Óli Gísla.

  2. Ok ég kem því áleiðis.
    Gott tækifæri fyrir þá sem vilja upplifa stemminguna og prófa brautina smá.

    Kv.
    Dóri Sveins

Skildu eftir svar