Heyrst hefur AÐ:

: Stjórn VÍK sé full alvara með nýarsheitið „full gjöf og engar bremsur“

: VÍK sé alveg við að fá leyfi fyrir bikarkeppni á Rauðavatni.

: Sú keppni verði n.k Laugardag frá 10-14.

: Keppnin verði ef veðurguðirnir haldi áfram á sömu braut.

: Það verði tvær samhliða brautir sem keppt verði í og þar af leiðandi sáralítil hætta á samstuði.

: Þetta verði stuttir sprettir 2-3 hringir með útlsáttarformi.

: Skrúfur og naglar verði í sitt hvorum flokknum.

: Vélarstærð komi til með að skipta minna máli, amk fyrir þá sem eru á nöglum.

: Það þurfi ekki tímatökugræjur.

: Allir geti verið með sem nenna að hafa hjólin í lagi og tryggingar á hreinu.

: Ef enginn nennir þá verði gaman hjá stjórn VÍK.

: Gjaldið verði 3000 kr og greitt á staðnum.

: Það væri gott ef þeir sem nenna að mæta sendi línu á okkur til að auðvelda okkur skráninguna.

En sennilega eru fáir til í svona fjör, jólasteikin þung á meltunni og best að vera ekkert að leika sér.

Skildu eftir svar