Dakar 2014 – Dagur 8

Þessi fyrsti dagur eftir hvíldardaginn er líka fyrri dagur af hinu seinna maraþonhluta, þ.e.a.s þar sem verður hjólað í 2 daga án þess að fá þessa venjubundnu þjónustu um kvöldið. Leiðin liggur frá Salta til Uyuni og hefst með langri ferjuleið, 334km, svo tekur við 401km sérleið og undir lokin er það 33km ferjuleið að bækistöð kvöldsins.

Fljótlega liggur leiðin inní Bólevíu og þar mætir keppendum erfiðar fjallaleiðir sem eru útum allt og reynir mikið á rötun þarna. Það sem mun hjálpa þeim eru þau fáu fjallaþorp sem leiðin liggur um og geta þeir nýtt sér þau sem kennileiti, verður svo bækistöðin við salt sléttuna miklu, í 3600m hæð yfir sjávarmáli. Það urðu breyting á sérleiðinni í dag þar sem það var svo lágskýjað að öryggisþyrlur komust ekki á loft, var því startinu inná fyrrhluta sérleiðarinar fært að tímahliði 3 og þar með verður fyrsti hluti 130km í stað 232km. En svo breyttist þetta meira eftir að búið að var að skoða leiðina og endaði sérleið dagsins í 104km vegna mikillar skemmda eftir rigningarnar undanfarið.

Alain Duglos(Sherco) fór fyrstur af stað í morgun en eftir ca.20km sást til hans halda of langt í vestur, virtist hann vera villtur eða í það minnsta tekið ranga beygju einhversstaðar. Hvort sem er þá er þetta að fara kosta hann mikin tíma.

Jerimias Israel Esquerre(Speedbrain) fór vel af stað og var komin fremstur á tímabili, reyndar bara nokkrum sek á undan Cyril Despres(Yamaha), Helder Rodrigus(Honda), Kuba Przygonski(KTM) og Marc Coma(KTM). Stefan Svitko(KTM) átti gott start í morgun en eftir um 65km stoppaði hann með bilað hjól, tafði það hann í smá tíma en svo komst hann af stað aftur.

Joan Barreda(Honda) hefur verið hraðastur í dag, kom hann fyrstur að fyrsta tímahliði, var hann þá orðin 4:27mín á undan Marc Coma(KTM), 4:51mín á undan Juan Pedrero Garcia(Sherco) og 5:48mín á undan Cyril Despres(Yamaha) en Alain Duglos(Sherco) hafði tapað tíma og var nú 16:21mín á eftir, dagurinn hjá honum endaði í 21.sæti.

Ekki breyttist þetta mikið þar sem Joan Barreda(Honda) kom fyrstur í mark á tímanum 4:13:41 og vann þar með sinn 3 sérleiðar sigur í þessu Dakar ralli og þarf hann einn í viðbót til að jafna árangur sinn frá því í fyrra, má reikna með að hann reyni að bæta fleirum við áður en rallinu líkur. Annar var svo forustumaður Dakar Marc Coma(KTM) en hann kom 4:03mín seinna og Cyril Despres(Yamaha) kom svo þriðji 5:35mín á eftir fyrsta manni.

Sigurvegari dagsins Joan Barreda(Honda) sagði þetta eftir daginn „ég er sáttur við daginn, ég byrjaði þriðji og eftir að ég náði fyrstu mönnum þá náði ég að halda forustinni til enda. Það reyndi mikið á leiðarrötun í dag og á tímabili hjóluðum við Marc Coma nánast samhliða og hjóluðum hratt en það varð að gæta sín þar sem leiðin var bæði sleip og ansi varasöm. Síðustu 40km voru nánast drullusvað sem við urðu að passa okkur á en það gekk fínt, ég náði að halda góðum hraða í dag og er sáttur við daginn“.

Marc Coma(KTM) sagði þetta í kvöld „þetta var gullfaleg leið, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Bolavíu og fegurðin er stórkostleg en kuldinn og þunna loftið uppí fjöllunum hefur áhrif, en ananrs bara fínn dagur. Hjólið er í toppstandi, þarf bara rétt að renna yfir það og svo er það bara morgundagurinn“.

Það er farið að ganga betur hjá Cyril Despres(Yamaha) en hann kom þriðji í mark í dag, sagði hann „þunna fjallaloftið hafði mikil áhrif á mig í dag, varð ég að einbeita mér að því að draga andann djúpt nokkrum sinnum. Annars var leiðin í dag skemmtileg, ekki erfið en skemmtilega tæknileg. Ég verð alltaf smá hræddur við drulluna, það er erfitt að átta sig á henni, ef vatnið er til dæmis gruggugt þá gæti það allt eins verið 20cm eða 50cm djúpt , eins gæti leynst grjót eða eitthvað annað svo ég fer gætilega í svona drullu. Hún fer líka illa í vatnskassana, loftinntökin svo það verður nóg að þrífa í kvöld“.

Alain Duglos(Sherco) sem fór fyrstur af stað í dag hafði þetta að segja um daginn „ég var ekki alveg með sjálfum mér í byrjun, dauðsfall Erics Palante var mér enn ofarlega í huga og þetta þunna loft olli mér miklum höfuðverk svo ég var ekki vel einbeittur. Og því fór sem fór, ég villtist og tapaði tíma en vaknaði svo upp í lokin og gaf mig allan í þetta og hjólið það klikkar ekki, ég verð bara að hrósa öllu liðinu fyrir að standa sig svona vel, allt í toppstandi hjá mér núna“.

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki á degi 8(sérleið 7):

1 sæti Joan Barreda(Honda) 3:28:41
2 sæti Marc Coma(KTM) +4:03
3 sæti Cyril Despres(Yamaha) +5:35
4 sæti Juan Pedrero Garcia(Sherco) +6:57
5 sæti Kuba Przygonski(KTM) +8:56

Fyrstu fimm í mótorhjólaflokki á degi 8(sérleið 7):

1 sæti Marc Coma(KTM) 26:40:44
2 sæti Joan Barreda(Honda) +38:14
3 sæti Jordi Viladoms(KTM) +1:16:03
4 sæti Alain Duglos(Sherco) +1:16:35
5 sæti Jerimias Israel Esquerre(Speedbrain) +1:39:29

D8-leid7Í fjórhjólaflokknum var strax á fyrstu metrum ljóst að Ignacio Casale(Yamaha) ætlaði sér sigur í dag, fór hann þriðji af stað en strax á fyrsta tímatökuhliði var hann komin með 2mín forskot á fyrsta mann. Hélt hann þessu striki í allan dag og vann í dag og ekki nóg með það heldur endurheimti hann forustuna yfir heildina en hann var í 3.sæti fyrir daginn í dag. Má eiginlega að slagurinn í fjórhjólaflokki sé á milli 4 manna, þ.e.a.s Ignacio Casale(Yamaha), Sergio Lafuente(Yamaha), Rafal Sonik(Yamaha) og Sebastian Husseini(Honda), aðrir eru svo langt á eftir.

En það er farið að lengjast mikið á milli efstu manna í fjórhjólaflokki eins og sést á töflunni yfir heildina.

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki á degi 8(sérleið 7):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 3:56:19
2 sæti Sebastian Husseini(Honda) +7:40
3 sæti Sergio Lafuente(Yamaha) +8:38
4 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +9:57
5 sæti Victor Manuel Gallegos Lozic(Honda) +15:28

Fyrstu fimm í fjórhjólaflokki eftir dag 8(sérleið 7):

1 sæti Ignacio Casale(Yamaha) 33:21:02
2 sæti Sergio Lafuente(Yamaha) +6:15
3 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +29:52
4 sæti Sebastian Husseini(Honda) +3:24:11
5 sæti Mohammed Abu-Issa(Honda) +6:11:51

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar