Dakar 2014 – Dagur 7

Hvíldardagurinn er í raun varla hvíld, jú keppendur eru ekki á ferðinni en það er margt sem þarf að gera. Hjólin eru tekin í gegn og sum hverjir skipta um mótor en ekki má skipta um mótor nema fá refsingu, síðan sú regla komst á þá hafa mörg toppliðin skipt um mótor og sætt sig við refsinguna. Ekki er ennþá ljóst hvort þau velji það einnig núna. Gríðarlegur fjöldi fréttamanna er á svæðinu og er slegist um að ná tali af keppendum svo það er nú kannski ekki hvíld í því en það er hluti af Dakar keppninni.

Margar þekktar persónu kíkja við á hvíldardeginum og líklega var Sebastian Loeb margfaldur heimsmeistari í ralli þeirra þekktastur að þessu sinni, þekkir hann marga þarna og hver veit nema að við eigum eftir að sjá hann keppa í Dakar, margir fyrrum heimsmeistarar í ralli hafa og eru að keppa í Dakar.

Núna eru 83 mótorhjól og 17 fjórhjól í hjólaflokkunum, það hafa því 91 keppandi á mótorhjóli og 23 fjórhjól hætt keppni af ýmsum ástæðum.

Það verður spennandi að fylgjast með næstu daga, fyrstu tveir dagarnir eru seinni hluti maraþonskaflans þar sem keppendur verð að reiða sig á eigin kunnáttu og hjálpsemi annara keppanda.

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar