Dakar 2014 – Dagur 2

Sunderland

Leið dagsins lá frá San Luis til San Rafael, fyrsta ferjuleið 304 km og svo 359 km sérleið og menn kældir niður með 62 km ferjuleið í restina, alls 725 km dagleið.

Í dag er fyrsta aðskilda sérleiðin, þ.e.a.s hjólin fara ekki sömu sérleið og bílar og trukkar sem er gott, undirlagið í dag var að mestu moldarslóðar og smá sem var aðeins grýtt, rétt um 70km og annað eins í sandi.

Það voru 173 keppendur í hjólaflokki sem fór af stað en Cristian Peralta(Honda) féll illa í gær og slasaðist á fæti og treysti sér ekki af stað í morgun en Escalé bræður á Suzuki sem komu seint í mark í gær eftir að hjólið bilaði hjá öðrum þeirra og hinn dró í mark höfðu greinilega komið því í lag því þeir voru báðir í dag og enduðu í 101 og 111 sæti sem er gott, í gær voru þeir í 173 og 174.

Allir 40 keppendur í fjórhjólaflokki eru ennþá með.

Það var samkvæmt venju sigurvegari gærdagsins sem var Joan Barreda(Honda) sem fór fyrstur af stað inná sérleið dagsins og hélt því alveg að fyrsta „cheakpoint“ sem er eftir 177km af sérleiðinni, var nokkuð ljóst að hann ætlaði ekki að gefa neitt eftir í dag en það var frekar miklar sviptingar inná leiðinni í dag, landi hans Marc Coma(KTM) kom 1:25mín á eftir honum í fyrsta „cheakpoint“ og frakkarnir Alanis Duclos(Sherco) og Cyril Despres(Yamaha) komu svo nánast saman þar í gegn, Duclos 4:03mín og Depres 4:09mín. Francisco Lopez(KTM) var í 6 sæti í gær en var í dag á fljúgandi ferð, var komin í 3ja sæti á fyrsta „cheakpoint“ einungis 3:05mín á eftir fyrsta manni.

En það var einnig mikil harka í slagnum milli 10 og 20 sætis enda engir aukvisar þar á ferð, ítalinn Alessandro Botturi(Speedbrain) er hér í sínu 3ja Dakar ralli og er ansi harður, keppti fyrst 2012 og endaði þá í 8 sæti sem er frábær árangur í fyrstu Dakarkeppni, datt svo út á 13 leið 2013 og er núna í hörkubaráttu, var í 10 sæti eftir dag 1 og ætlaði ekki að gefa það neitt eftir í dag, einungis nokkrum sek á eftir honum hópuðust þeir Ben Grabham(KTM), Ruben Farie(KTM), David Casteu(KTM), Jordi Viladoms(KTM), Gerald Farres(Gas-Gas), Olivier Pain(Yamaha), Frans Verhoeven(Yamaha) og má ekki mikið útaf bera til þess að menn detti hratt niður listann.

En svo kom sandurinn, þá byrjuð vandræðin hjá mörgum, skömmu eftir að Alessandro Botturi(Speedbrain) var komin í sandinn sendi hann boð um að hann væri fastur, það átti eftir að fjölga í þeim hópi nokkuð hratt, bretinn Ben Grabham(KTM) festist og argentínumaðurinn Javier Pizzolito(Honda) festust einnig en þess má geta að hitinn þarna í dag var um og yfir 40°gráður.

Norski frændi okkar Pal Anders Ullevalseter(KTM) lenti í bilunum þegar um 290km voru búnir af sérleiðinni og náði hann ekki að koma því ílag og varð að draga sig úr keppni en hann var ekki einn um það. Í dag, annan dag keppninnar duttu út 17 keppendur í mótorhjólaflokki.

En hver dagur hefur sinn enda og í dag var það bretinn Sam Sunderland(Honda) sem kom fyrstur í mark en hann hjólaði frábærlega í dag í sínu öðru Dakar ralli, datt hann reyndar út á degi 3 í fyrsta Dakarrallinu vegna bilunar en það var 2012, nokkrum dögum fyrir Dakar 2013 datt hann á æfingu og braut á sér báða úlnliðina svo hann kemur tvíelfdur þetta árið. Hann var í 9 sæti eftir dag einn en með sigrinum í dag fer hann uppí 3 sæti í heildina, hafði hann þetta að segja eftir daginn “það voru ekkert of margar sandöldur, kannski 50-60 km eða svo en þetta var stórkostlegt, mjög fjölbreytt undirlag og margbreytilegur hraði,tæknilegiur kaflar og svol mjög hraðir kaflar. Heilt yfir þá var þetta fræabær leið í dag fyrir mig. Ég kom sjöundi í mark en þeir sögðu að ég væri fyrstur, ég kinkaði bara kolli og hugsaði, sjáum hvort það komi ekki einhver hraðari en það kitlaði óneitanlega að vinna þessa leið sem kom svo á daginn, fyrsti leiðarsigur minn í Dakar, frábært! Það gekk bara allt upp hjá mér, hjólið virkar vel, ég er þakklætur fyrir allt sem Honda liðið er að gera fyrir mig og styrktaraðilarnir, ég vona bara að ég geti haldið þessu áfram og skilað mér ofarlega í mark”.

Francisco Lopez(KTM) hjólaði vel í dag og kom í mark 39sek á eftir fyrsta manni. Hann sagði við komuna í mark “í dag var fyrsti hlutinn mjög hraður og seinni hlutann var mikill sandur og miklar sandöldur. Það virkaði fínt fyrir mig og hjólið, í lokin kom svo tæknilegur kafli og já, mér fannst þetta góður dagur. Ég er mjög sáttur og ánægður með nýja liðið, hjólið mitt var næstbest í dag svo ég er mjög sáttur við allt. En Dakar er langt og að klára í Valparaiso er mér mjög mikilvægt”.

Sigurvegari gærdagsins Joan Barreda(Honda) kom svo þriðji í mark í dag heilum 2mín á eftir fyrsta manni, hafði hann þetta að segja “ég varð að hjóla í allan dag með annað augað á vegabókinni, ég var heppinn í lokin, það var erfitt að fara inní auðnina en mér gekk ágætlega að rata í eyðimörkinni og þegar ég kom útúr henni en þegar ég átti um 80km eftir af sérleiðinni var auðveldara að rata og hugsaði ég með sjálfum mér gott að þetta er að baki en þegar ég kom útúr einni krappri beygju voru þar stór björg og lenti ég illa á einu þeirra, ég er ekki viss hvort hjólið skemmdist við þetta en hluti af leiðarlýsingarkerfinu er brotin svo hann virkaði ekki sem skildi, varð ég því að hjóla restina stíft eftir leiðarbókinni, þetta gerði það að verkum að ég tapaði einhverjum tíma en ég kláraði leiðina og það er fyrir öllu”.

Þeim Marc Coma(KTM) og Cyril Despres(Yamaha) gekk ekki nógu vel í dag, Marc Coma(KTM) kom í mark í 9 sæti heilum 8:23mín á eftir fyrsta manni og Cyril Despres(Yamaha) kom í 10 sæti 8:43mín. Marc Coma sagði eftir daginn “þetta var fínn dagur, ég lenti í smá basli þegar það festist steinn á milli vélar og gírskiptis svo ég gat ekki skipt milli gíra, varð ég að stoppa til að ná honum úr, tafði þetta mig um nokkrar mín en eftir það gekk allt vel. Ég er mjög sáttur við að klára daginn í dag og vera ennþá í fullri keppni þrátt fyrir þetta”.

Cyril Despres(Yamaha) sagði við komuna í mark “fyrsti hlutinn í dag var mjög hraður og við ákváðum að fara ekki of geyst til þess að spara hjólið aðeins, það er allt í góðu. Marc Coma og Joan Barreda fóru framúr mér og náðu nokkrum mín í bensínstoppinu en ég náði að vinna það aðeins til baka í sandöldunum. Ég datt í sandöldunum og sjá stjörnur í smá tíma og skemmdi vatnspokann minn við það og missti allt vatnið og var vatnslaus síðustu 100km, það var erfitt”.

Fimm fystu á degi eitt í mótorhjólaflokki eru:

1 sæti Sam Sunderland(Honda) 3:42:10
2 sæti Francisco Lopez(KTM) +39
3 sæti Joan Barreda(Honda) +2:00
4 sæti Ruben Faria(KTM) +4:07
5 sæti Alain Duclos(Sherco) +5:51

Fimm efstu yfir heildina í mótorhjólaflokki:

1 sæti Joan Barreda(Honda) 6:09:41
2 sæti Francisco Lopez(KTM) +2:03
3 sæti Sam Sunderland(Honda) +2:33
4 sæti Alain Duclos(Sherco) +5:47
5 sæti Marc Coma(KTM) +7:00
Rafal D2
Rafal

Í fjórhjólaflokki er mikil barátta, lenti sigurvegari gærdagsins í basli í dag og var t.d orðin 3:41mín á efir fyrsta manni við fyrsta “cheakpoint” á sérleiðinni, en fyrstur þar í gegn í dag varð argentínumaðurinn Lucas Bonetto(Honda), reyndar ekki nema 14sek á undan Marcos Patronelli(Yamaha). Pólverjinn Rafal Sonik(Yamaha) sem hefur skila sér í topp 5 í þeim Dakarkeppnum sem han hefur klárað stakk sér inní 3ja sæti í dag með fantagóðum akstri.

En það var Marcos Patronelli(Yamaha) sem kom fyrstur í mark í dag, sagði hann eftir daginn “þetta var mjög góður dagur þar sem ég náði yfirhöndinni í dag, leiðin var erfið og áður en ég fór í sandinn varð ég að stilla dekkin af eftir átökin og svissa þeim þar sem það lak úr einu dekkinu eftir að ég rakst á stein og þá voru 50km eftir. Ég var hissa á að ná að sigra í dag þar sem ég hélt að hin fjórhjólin væru búin að ná mér eftir þetta brass en það má segja að Dakar hefjist í dag. Þetta var ekta Dakarleið. Sandöldurnar voru mjög heitar og það gerði þetta erfiðara og í dag verður hægt að sjá breytingar á toppnum”.

Lucas Bonetto(Honda) kom annar í mark næstum 3mín á eftir fyrsta manni, hann sagði þetta “þetta var fínn dagur, síðustu 20km var í reyndar í smá veseni, sprungið dekk og vandræði með bensíndæluna svo ég varð að stoppa og þá brunaði Marcos framúr mér en að öðru leyti fínn dagur”.

Rafal Sonik(Honda) sem kom þriðji í mark í dag sagði “hjólið mitt er svo hægfara, allir keppinautarnir mínir fyrir framan eru miklu hraðari en ég, þeir brunuðu framúr mér svo það eina í stöðunni hjá mér er að halda góðum meðalhraða yfir allt, jafnvel úppsunar sem eru að hægja á þeim. Þetta gekk upp hjá mér í dag og í náðu 3ja sæti, það er frábært”.

Fimm fyrsti á degi 2 í fjórhjólaflokki eru:

1 sæti Marcos Patronelli(Yamaha) 4:40:37
2 sæti Lucas Bonetto(Honda) +2:54
3 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +4:57
4 sæti Sebastian Husseini(Honda) +6:06
5 sæti Sergio Lafuente(Yamaha) +6:11

Fimm efstu yfir heildina í fjórhjólaflokki eru:

1 sæti Marcos Patronelli(Yamaha) 7:19:39
2 sæti Lucas Bonetto(Honda) +3:50
3 sæti Rafal Sonik(Yamaha) +6:06
4 sæti Ignacio Casale((Yamaha) +8:26
5 sæti Sebastian Husseini(Honda) +8:34

Látum þetta gott í bili

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar