Leiðin 2014

Leiðin sem keppt er á þetta árið liggur í gegnum 3 lönd, byrjað er í Argentínu, hjólað svo inní Bólavíu og endað svo í Chile. Er leiðin sögð með þeim erfiðari í Dakar rallinu, heildarvegalengdin þetta árið er þrískipt, þ.e.a.s hjólaflokkur fær 8734 km, bílaflokkur 9374 km og svo trukkarnir 9188 km.

Af þeim 8734 km sem hjólaflokkurinn þarf að klára eru 5228 km á sérleiðum.

Skipuleggjendum Dakar rallsins er umhugað um öryggi keppenda og einnig að allir flokkar fái næga ögrun í leiðunum og í þetta sinn eru 5 sérleiðir sem aðskilja hjólin og hina keppendurnar og eru þær rúmlega 2000 km, eru þessar leiðir þrengri og tæknilegri en það sem bílarnir og trukkarnir fara.

Sú nýbreytni og til þess að hafa þetta erfiðara(eins og það væri það ekki fyrir) þá verða 2 svokallaðar maraþonleiðir, ná þær yfir 2 daga hvor og er i heild 2702 km.

Fyrri maraþonparturinn er dagana 7-8 jan, þá eru hjólaðir 1228 km og þar af 726 km á sérleiðum, seinni maraþonparturinn er dagana 12-13 jan, er hann strax eftir hvíldardaginn sem er 11 jan og veitir kannski ekki af, þá eru það 1474 km, þar af 864 km á sérleiðum.

Mun þetta reyna mikið á keppendur því á þjónustuvæðinu á milli 7 og 8 jan og svo milli 12 og 13 jan er þjónustbann, þ.e.a.s keppendur verða að reiða sig á sjálfan sig og aðra keppendur, ekki er leyft að fá aðstoð né varahluti frá þjónustuliðum. Það hjálpar mikið að andinn í Dakar er “bræðralag”, keppendur hjálpast að þó þeir séu í keppni. Verða keppendur því að gæta betur uppá hjólin sín, dekk ofl. Er hætt við að það týnist eitthvað af hjólinum hjá hinum svokölluðu „vatnsberunum“ eða aðstoðarmönnum toppökumannana til að bæta hjólin þeirra.

Dagarnir eru sem hér segir:

dags milli vega.km sérl.km samtals dags.km
5 jan Rosario-San Luis 629 180 809
6 jan San Luis-San Rafael 365 359 724
7 jan San Rafael-San Juan 292 373 665
8 jan San Juan-Chilecito 210 353 563
9 jan Chilecito-Tucuman 384 527 911
10 jan Tucuman-Salta 64 400 464
11 jan Salta 0 0 hvíldardagur
12 jan Salta-Salta/Uyuni 373 409 782
13 jan Salta/Uyuni-Calama 230 462 692
14 jan Calama-Iquique 29 422 451
15 jan Iquique-Antofagasta 58 631 689
16 jan Antofagasta-El Salvador 144 605 749
17 jan El Salvador-La Serena 349 350 699
18 jan La Serena-Valparaiso 378 157 535
samtals km 3506 5228 8734

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miðað við að klára þessa kílómetralengd á hverjum degi þá eru þessir karlar í svaka formi, hérna heima slá menn sér á brjóst af stolti eftir 300+ kílómetra 😉

Dakar kveðja

Dóri Sveins

Skildu eftir svar