Vefmyndavél

Í minningu góðs félaga

Jón við tiltekt í kringum skálann ofan við Jósepsdal

Jón við tiltekt í kringum skálann ofan við Jósepsdal

Félagsmaður í VÍK, Jón Gunnar Hannesson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 30. október sl.

Útför hans fór fram frá Áskirkju í dag. Jón Gunnar er mörgum mótorhjólamönnum kunnur fyrir störf sín á Bolaöldu þá aðallega við að tína grjót úr endurobrautunum omfl.

Flestum er hann kunnur fyrir að halda við gömlu motocrossbrautinni við Bláfjallaveg (við malarnámurnar fyrir ofan Sandskeiðsflugvöllinn), en hann smíðaði hefil til að draga á eftir bílnum sínum svo að hægt væri að keyra brautina. Af fyrirmynd frá þessum hefli voru smíðaðir tveir heflar sem VÍK notaði til að hefla brautirnar á Álfsnesi og á Bolaðldum.

Jón Gunnar var alltaf liðtækur til að vinna fyrir VÍK ef til hans var leitað s.s. brautarvörslu í endurokeppnum og fl. Jón Gunnar keppti einu sinni í íþróttakeppni á sinni æfi og það var árið 2003 í tvímenningi á Klaustri þá sextugur að aldri í 90+ flokknum á móti Togga píp. Í þeirri keppni var hann elsti keppandi sem hafði tekið þátt í keppni hjá VÍK og var þar af leiðandi aldursforseti keppninnar, fyrir vikið var hann uppnefndur af sumum félögum sínum „Jón Forseti“, (reyndar er búið að slá þetta aldursmet Jóns).  VÍK vill með þessum fáu orðum þakka Jóni Gunnari fyrir bæði gjafir til félagsins og öll þau störf sem hann vann fyrir klúbbinn.

Leave a Reply