Vefmyndavél

Sumarið er liðið og veturinn framundan, þá er gott að gera og græja

filling-a-2-stroke-with-oil

Olíuskipti

Næst á dagskrá er að huga að mótorolíunni. Að sjálfsögðu kunna allir að skipta um olíuna á hjólinu enda eitt það nauðsynlegasta í viðhaldsprógramminu. Þeir sem ætla að leggja hjólinu fram á næsta sumar ráðleggjum við að setja nýja olíu á mótorinn áður er gengið er frá hjólinu í geymslu. Ástæða þess er að gömul olía inniheldur ýmis óhreinindi sem geta farið illa í legurnar ofl. Svo er að sjálfsögðu skipt um olíu aftur í vor þegar á að taka fram tugguna aftur. Ástæða þess er að olían sýgur í sig raka og óhreinindin sem verða eftir í mótornum við olíuskiptin. Ekki gleyma að endurnýja olíusíuna þar sem það á við.

ATH tíðni olíuskipta er ráðlögð í „Manual“ sem ætti að fylgja og vera til með öllum hjólum. Tíðni getur verið allt frá eftir 5 tíma akstur upp í 20 tíma, misjafnt hvað framleiðendur ráðleggja. Við gerum ráð fyrir því að skipta um olíur á okkar hjólum eftir ca 10 tíma notkun.

Hér er ágætis tengill grein um olíu. 

Ef á að geyma hjólið yfir veturinn er gott að gera eftirfarandi:

Pumpa vel í dekkin. 30-40 psi.

Hafa nýjan og góðan frostlög á kælikerfinu.

Tæma allt bensín úr blöndungnum.

Fylla bensíntannkinn af bensíni, eða tæma hann algjörlega.  Skipta síðan út bensíninu næst þegar nota á hjólið. Nota það bara á heimilisbílinn.

Og að sjálfsögðu geyma hjólið inni. Útivera fer illa með hjólið.

Nú er bara að græja og gera, skemmtið ykkur vel.

 

Leave a Reply