Steindi Jr. og Bent á lokahófi MSÍ

bildeMiðasala er í fullum gangi á lokahóf MSÍ, en henni líkur miðvikudaginn 6. nóvember, þannig að það er um að gera að fara að tryggja sér miða.

Smá breyting hefur orðið á dagskránni, en Arnar Svanson mun sjá um að kynna viðburði kvöldsins og gríntvíeikið Steindi Jr. og Bent verða með uppistand og taka nokkur lög. Þannig að ef einhver var í vafa að það verði ekki fjör, þá getur sá hinn sami hætt að pæla í því. Matseðilinn er glæsilegur, myndböndin eiga ekki eftir að svíkja og Kiddi Bigfoot kann að þeyta skífum, þannig að þetta verður baaaara gaman!

Miðasala fer fram á MSÍ vefnum (www.msi.is) í gegnum skráningakerfið og einnig er hægt að kaupa miða hjá Magga í Nítró, nú eða bara bjalla í hann í síma 899 4313 ef viðkomandi ætlar að borga með kreditkorti. Miðaverð er 8.900,- kr. Brjálaða Bína tekur svo við borðapöntunum á bjork@motosport.is Ath. borðin eru 12 manna.

Skildu eftir svar