Skemmtikeppni laugardaginn 19.10. kl 12.

Mynd0486Spáin er brilliant fyrir helgina og þar sem brautin í Bolaöldu er í toppstandi kom upp hugmynd að henda upp einni skemmtikeppni fyrir þá sem eru í stuði.
Fyrirkomulagið er einfalt, start  + 3 hringir, mæting er kl. 11. keppni hefst kl 12. 3000 keppnisgjald, enginn sendir og bingó. Hvað segiði – hverjir eru til í þetta?

Það voru nokkrir sem voru til í þetta með okkur í dag,  OG ÞAÐ VAR GAMAN hjá þeim. Frábært veður, brautin ótrúlega góð miðað við árstíma og reynda batnaði hún bara eftir því sem leið á daginn. Það voru tekin fjölmörg stört og þar af leiðandi fullt af hringjum eknir. Þetta var meira að segja alvöru hjá okkur, bikarar og allt. Sölvi tók 1. sætið með glans og þurfti þó að starta öfugur, langt á bakvið með dautt á hjólinu, en allt kom fyrir ekki hann vann öll hítin nema eitt. Aron P tók annað sætið og Orri P og Ævar voru jafnir í þriðja. Tilþrifaverðlaun hlaut Víðir Tristan fyrir flottan akstur. Gaman saman í góðu veðri.

Takk fyrir okkur.

Stjórn VÍK.

PS: Verðið að afsaka myndgæðin, engin myndavél með í för, Einungis gamall sími með tökkum og lélegri myndavél.

Mynd0484

Mynd0483

Mynd0482

Skildu eftir svar