Vefmyndavél

Æfum saman í vetur

Núna er búið að semja við Bootcamp stöðina í Elliðaárdalnum um að vera með sér tilboð fyrir meðlimi Vík – Vír og Motomos.

Við munum byrja æfingarnar fyrstu vikuna í október ( mánud. 30. sept ) og gildir tilboðið til 15. maí.

Þetta er uppsett þannig að við æfum saman 3x í viku, mán-mið-fös kl:18.00 ( hægt er að taka aðra tíma ef þessir henta alls ekki ).

Verð fyrir allan veturinn er til okkar 49.500.- Boðið er uppá 6 vikna reynslutíma á 16.500.- sem mun ganga uppí vetrarkortið.

Til þess að skrá sig þarf að fara inná bootcamp.is og í „skráning í bootcamp“ þar þarf að fylla inn allar upplýsingar og velja „bootcamp 7“ námskeiðið. Setja síðan í athugarsemdar dálkinn „motocross tilboð frá 30. sept“.

Þessar æfingar eru klukkutími í hvert skipti og unnið er aðalega með eigin líkamsþyngd. Engar 2 æfingar eru eins, þannig að það er alltaf einhvað nýtt að gerast. Unnið er aðalega í því að bæta vöðvaúthald, styrk og þrek.

Innifalið í verði er allsherjarmæling, aðstoð við aukaæfingar og markmiðasetningu auk þess sem þú getur fengið matarplan og ráðgjöf frá þjálfurum. Auk aðgangs að aðstöðu eru einnig opnar æfingar sem þér býðst kostur á að taka í hverri viku en það er hlaupaæfing, teygjuæfing og aðstoð frá þjálfara í lyftingarsal.

Væri hrikalega gaman að sjá sem flesta mæta.

HAFÐU FYRIR ÞESSU Í VETUR SVO AÐ ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI NÆSTA SUMAR.

1 comment to Æfum saman í vetur

Leave a Reply