Vefmyndavél

Frábær stemning á krakkakeppni VÍK í gærkvöldi

Eiður kátur með verðlaunin sín

Eiður kátur með verðlaunin sín

Hátt í 30 krakkar tóku þátt í keppninni í Bolaöldu í gærkvöldi. Þau létu ekki smá rigningu stoppa sig krakkarnir og foreldrarnir sem mættu til keppni í gær enda hefur smá bleyta aldrei skemmt fyrir í motocrosskeppni. Flott tilþrif sáust og greinilegt að framtíðin er björt í sportinu ef eitthvað er að marka aksturinn á þessum snillingum. Allir fengu verðlaun og viðurkenningu fyrir þátttökuna en verðlaunaafhending fór fram í húsinu og var þröngt á þingi þar þegar við smelltum nokkrum myndum á hópinn. Við þökkum öllum þeim sem létu sjá sig og hlökkum til næstu keppni. 🙂

Sigurvegarar dagsins og nokkrar myndir eru hér:

1185153_10201713774430613_488542936_n

Sigurvegarar 50 flokkur – mynd fengin að láni hjá Steingerði Ingvarsdóttur

50 flokkur
1 Ingvar
2 Alexander
3 Brynjar

 

65 flokks sigurvegarar og keppendur

65 flokks sigurvegarar og keppendur

Sigurvegarar 65 flokk
1 Eiður
2 Máni
3 Gulli

 

85 flokkurinn kampakátur með daginn

85 flokkurinn kampakátur með daginn

Sigurvegarar 85 flokki
1 Patrik
2 Sigurjón
3 Viktor

 

Stelpurnar voru grjótharðar :)

Stelpurnar voru grjótharðar 🙂

Sigurvegarar stúlkna
1 Maria Líf
2 Sara Freysa
3 Sara Magnúsar

Þetta var ekki leiðinlegur dagur :)

Þetta var ekki leiðinlegur dagur 🙂

Gleðigjafar dagsins!

 

Leave a Reply