Vefmyndavél

Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

Veðrið lék við keppendur í 2. umferð Íslandsmótsins í enduro sem fram fór á Egilsstöðum í gær. Á tímabili leit út fyrir að veðrið yrði hreinlega of gott og að ryk myndi hafa áhrif á keppnisdag. Aðfararnótt laugardags gerði Austfjarðaþokan vart við sig og kom nægilegum raka í brautina til að dempa mesta rykið. Brautin var nánast sú sama og í fyrra og var orðin nokkuð grafin og reyndist mörgum ansi snúin.

Kári Jónsson hélt uppteknum hætti og rúllaði hreinlega upp báðum umferðum með þá félaga Ingva Björn og Guðbjart í humáttina á eftir sér án þess þó að þeir næðu nokkurn tímann að ógna forystu Kára. Keppnin gekk vel og stórslysalaust fyrir sig og heimamenn stóðu sig vel í keppnishaldinu. Helstu úrslit eru hér á eftir:

Lokaúrslit og hringir Rd 3 og 4 Egilsstöðum 27.7.2013

Íslandsmótið í Enduro 2013 – staða eftir umferðir 3 og 4

2 comments to Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

Leave a Reply