Sportið okkar

Vefnum hefur borist bréf:

Motorhjólamenn og konur.

Ég hef setið nógu lengi á puttunum og lítið sagt um sportið OKKAR lengi.
Eftir að hafað tekið þátt á einhvern hátt síðan 1997 þar sem sportið var í mikilli uppbyggingu og flestir sem óku voru að byggja upp brautir ofl í sameiningu þó það hafi verið keppnismenn eða aðstoðarmenn. Í dag hefur kynslóðin aldeilis tekið snúning þar sem gamla kynslóðin sem byggði upp sportið er komið með nóg af þessu og farnir að sinna öðri sem er alveg eðlilegt og skiljanlegt, en það sem enginn áttaði sig á er að mjög fáir úr þessari nýju kynslóð hjólara nennir ekki að aðstoða við uppbyggingu og treysta á að það verði alltaf einhver sem sér um þetta. Íþróttin er því á hraðri niðurleið og keppendu fækkar mánaðarlega og samkeppni komin í brautir. Fáir nenna í dag að fara hjóla nema brautin sé ný löguð og búið að vökva, t.d viku eftir að Sólbrekka var löguð nennti ekki kjaftur að mæta þar sem hún var komin með nokkrar rákir og ekki vökvuð, brautin aldrei verið skemmtilegri en þetta árið,, fyrir 6-8 árum voru minnst 20-30 hjól alla daga í brautinni eða hinum brautum í dag sést ekki kjaftur nema í nýlagaða braut, já þetta er þróunin okkar og allir kalla þetta enn eitt vælið ,,, allavega hjá þeim sem gera aldrei handtak fyrir sportið,

Árið 2013 hef ég aldrei séð eins lélega samvinnu félaganna. Það buðu sig 3-4 fram  aðstoð sína við endurokeppnina síðustu og maður gat ekki keppt sökum aðstoðaleysi og leti þeirra sem voru ekki að keppa. Mér finnst þeir sem eru ekki að keppa ættu minnst að leggja sitt að mörkum að aðstoða, hvernig haldið þið að sportið væri ef enginn mundi bjóða sig fram?

80% ökumanna í dag eru „takers“. Þið vælið að þetta sé ekki svona og svona og ætlist til þess að menn séu allan sólarhringin í að gera flottar brautir handa ykkur. Svo þegar þið mætið nennið þið ekki að taka einn stein úr brautini þó þið munduð detta um hann, ég get talið í tugum skipta að menn hafi komið til mín og bent mér á stein í brautinni og ætlaðist til að maður færi labbandi að taka hann og henda honum útúr brautinni. Anyway taktu  þetta til þín ef þú átt það með vinsemd og viðingu og taktu þátt í öllu sportinu.

Ég á 11 ára strák sem keyrir reglulega með mér ég hef frá fyrsta degi haft þá reglu hann skokkar hring og týnir grjót, hann fær ekki að hjóla fyrr. Með því er ég að t.d kenna honum að taka þátt í félagsstarfinu og viðhaldi á brautinni ofl.
Þið sem hafið unnið ykkar óeigingjarna starf megið vera stolt af ykkar afrekstri. Vonandi berst meiri aðstoð nærsta mót
Kv Jóikef

Skildu eftir svar