BOLAÖLDUBRAUT OPNAR KL 18:00 Í DAG.

Bolaöldubraut opnar kl 18:00 í dag.

Bendum ökumönnum á að fara léttan skoðunarhring áður en farið er á fullt blast.

Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á brautinni og má búast við því að stórir steinar komi upp. Eins og Jói Kef segir  í grein hér fyrir neðan, þá er það ykkar að stoppa við steinana og týna þá upp. Það er nefnilega hluti af sportinu að gefa til baka fyrir alla vinnuna sem örfáir leggja í fyrir ykkur.

Hvað um það. Öll stjórnin, ásamt hágæða aðstoðarmönnum,  mætti til vinnu í brautina í gærkvöldi til að klára frágang á vökvunarkerfi ofl. Ekki náðist að gera allt sem áætlað var en vökvunarkerfið er orðið nothæft. Þökkum aðstoðarmönnunum kærlega fyrir aðstoðina. Reyndar voru aðstoðarmennirnir lokkaðir með því að þeir fengju að prufa brautina en vinnu lauk ekki fyrr en á miðnætti og lítið varð úr prufunni, SORRÝ.

Brautarstjórar Óli G og Sölvi B

Stjórnin.

PS: Enginn miðalaus í brautina takk fyrir. Enginn miði á hjóli = Brottvísun, engin afsökun tekin gild.

Skildu eftir svar