Landsmót UMFÍ

Landsmót UMFÍ fer fram 4-7 júlí á Selfossi og í fyrsta sinn er motocross hluti af dagskrá. Enn er hægt að skrá sig og býðst Guðbjartur Stefánsson ( Guggi ) til að aðstoða VÍK fólk til skráningar á mótið.  Nóg er að senda póst á netfangið guggi@ernir.is og mun hann þá ganga frá skráningu fyrir viðkomandi.  Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn og kennitala keppanda. 
Gerum umgjörðina og keppnina sem glæsilegasta og styðjum við uppbyggingu keppnishalds í motocrossi.  Gera má ráð fyrir 10-15.000 manns á svæðinu á meðan keppni fer fram, þannig ef ökumenn vilja keyra fyrir framan áhorfendur að þá er þetta líklegast sá vettvangur þar sem von er á þeim flestum.
VÍK á rétt á 4 keppnisplássum og fyrstur kemur fyrstur fær.
Er ekki bara málið að skella sér, það er hvort sem er svo lítið um keppnishald í Júlí.
ATH SÍÐASTI SÉNS TIL SKRÁNINGAR ER Í DAG.

Ein hugrenning um “Landsmót UMFÍ”

  1. Keppendur VÍK munu þá væntanlega keppa fyrir hönd ÍBR. Ég bendi ykkur á að hvert aðildarfélag á rétt á að senda 4 karla og 4 konur til þátttöku.
    Kveðja, Stebbi Gunn.

Skildu eftir svar