Vefmyndavél

Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki

Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki

Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki

Vífa menn héldu 2. umferð Íslandsmótsins á Akrabraut sem stendur rétt norðan við Akranes. Rigning síðustu daga gerði þeim lífið ekki auðveldara en góður þurrkur í gær og nótt og dugnaður strákanna gerði gæfumuninn. Brautin var vel blaut víða og drullupyttir og mjúkir blettir hér og þar. Brautin breyttist mikið eftir hverja umferð og því var keyrður skoðunarhringur fyrir báðar umferðir til öryggis fyrir keppendur. Þegar upp var staðið tókst keppnin mjög vel, brautin þornaði þegar leið á daginn og engin meiriháttar óhöpp en hörkukeppni í öllum flokkum.

Kári Jónsson endurtók leikinn frá Selfossi innbyrti heildarsigur dagsins en þó með Eyþór og Sölva nartandi í hælana á sér allan tímann. Eyþór sigraði reyndar fyrra mótóið en Kári tók það síðara og sigraði því daginn í heild.

Ingvi Björn Birgisson sigraði MX2 en Gunnlaugur Karlsson skellti sér í annað sætið á KTM Sxs 250 frá 2005! Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Guðbjartur Magnússon varð sigraði í Unglingaflokki með yfirburðum en Viggó Smári Pétursson kláraði 85 flokkinn á fullu húsi stiga. Gyða Dögg Heiðarsdóttir sigraði í 85 flokki kvenna, Gunnar Sölvason varð efstur í 40+ og Björn Torfi Axelsson sigraði B-flokkinn.

Keppnin og úrslit í öllum motoum eru komin inn á Mylaps síðuna hér

MyLaps síðan er í einhverju stórkostlegu ólagi þannig að Championship úrslit hlaðast ekki inn sem skyldi og því birtist staðan í Íslandsmótinu í motocrossi hér fyrir neðan. Takk fyrir daginn.

Mx 2013 – Kvennaflokkur

Mx 2013 – 85 flokkur

Mx 2013 – 85 flokkur kvenna

Mx 2013 – Unglingaflokkur

Mx 2013 – B flokkur

Mx 2013 – 40+ flokkur

Mx 2013 – MX2

Mx 2013 – MX Open

 

Leave a Reply