Ingvi Björn keppti í Svíþjóð í dag

Akstursíþróttamaður ársins 2012, Ingvi Björn Birgisson, heldur áfram að keppa í sænska meistaramótinu í motocrossi. Önnur umferðin fór fram í Saxtorp brautinni við Landskrona í Svíþjóð í dag í mikilli rigningu og frekar erfiðum aðstæðum.

Ingvi Björn keppir í MX2 flokknum en náði sér ekki á strik í fyrsta motoinu og endaði í 21. sæti af 30 keppendum. Í seinna motoinu endaði hann í 19.sæti en samtals í því 25.í keppninni.

Ingvi Björn í Saxtorp í dag

Talsvert ringdi á keppninni í dag og aðstæður voru erfiðar

 

Ingvi Björn Birgisson í dag

 

Fleiri myndir eru á Vefalbúminu.

Nánari úrslit má finna hér.

 

Skildu eftir svar