Það styttist í lokahóf

Nú eru minna en tvær vikur í lokahóf MSÍ og miðasala er í fullum gangi á vef msí www.msisport.is, nýtt kortatímabil er byrjað og allt er í súrrandi sveflu. Það er því eins gott að fara að tryggja sér miða því takmarkaður fjöldi miða er í boði og miðasölu lýkur miðvikudaginn 7. nóvember. Einnig er rétt að minna þá sem eiga eftir að bóka borð að gera það hjá Bínu á netfanginu bjork@motosport.is. Svo er 80´s ljósmyndakeppnin í fullum gangi og ég veit að það er hellingur af þannig myndum til þarna úti, þannig að ekki vera feimin að senda þær á msveins@simnet.is. Til mikils er að vinna því að árskort í Bolaöldu brautina er í verðlaun fyrir bestu myndina.

Skildu eftir svar